Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 28. sæti á Juli Inkster e. 1. dag – Haraldur Franklin í 9. sæti í Louisiana e. 1. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hóf í gær leik á Juli Inkster Spartan Invite.

Mótið stendur dagana 3.-4. mars og lýkur því í kvöld.  Leikið er í Almaden Golf & Country Club í San Jose, Kaliforníu.

Þátttakendur í mótinu eru 69 frá 13 háskólum.

Eftir 1. dag er Guðrún Brá á 8 yfir pari, 152 höggum (77 75) og á næstbesta skori Fresno State, sem er í 12. sæti í liðakeppninni.

Í einstaklingskeppninni er Guðrún Brá í 28. sæti – bætti sig um 6 sæti frá fyrsta hring þegar hún var í 34. sæti!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Juli Inkster Spartan Invite SMELLIÐ HÉR: 

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette hóf í gær leik á Argent Financial Classic mótinu í Squire Creek, Choudrant, Louisiana.

Mótið stendur dagana 3.-4. mars 2014. Þátttakendur eru 74 frá 13 háskólum.

Eftir 1. dag er Haraldur búinn að spila á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 9. sæti og á 1.-2. besta skori „The Raging Cajuns“ sem er í 5. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Argent Financial Classic mótsins SMELLIÐ HÉR: