Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2014 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur varð í 6. sæti í Louisiana

Haraldur Franklín Magnús, GR og „The Raging Cajuns“, golflið Louisiana Lafayette luku í gær leik á Argent Financial Classic mótinu í Squire Creek, Choudrant, Louisiana.

Mótið stóð dagana 3.-4. mars 2014. Þátttakendur voru 74 frá 13 háskólum.

Haraldur Franklín lék á samtals  2 yfir pari, 146 höggum (74 72)  og varð  í 6. sæti í einstaklingskeppninni og á besta skori „The Raging Cajuns“ sem lauk keppni  í 5. sæti í liðakeppninni. Glæsilegt hjá Haraldi Franklín!!!

Á seinni hringnum í gær lék Haraldur á sléttur pari.  Hann fékk 3 fugla og 3 skolla.

Haraldur Franklín og golflið Louisiana Lafayette spila næst í Louisiana Classics 10. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Argent Financial Classic mótsins SMELLIÐ HÉR: