Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2014 | 14:48

Fyrrum hjákona Tiger á lista yfir 100 mest eftirlýstu í Washington – skuldar $20.000 í meðlög

Klámmyndastjarnan Joslyn James var 10. konan sem kom fram og viðurkenndi að hafa átt í sambandi við Tiger Woods, þegar framhjáhalds- skandall hans stóð sem hæst fyrir 5 árum, þ.e. í lok árs 2009.

Hún er nú á lista yfir 100 mest eftirlýstu menn í heimaríki sínu Washington,  en hún skuldar sem svarar $ 20.000,- (yfir 2 milljónir íslenskra króna) í barnsmeðlög, með 14 ára syni sínum.)

Eftirlýst Joslyn James

Eftirlýst Veronica Siwik alías Joslyn James

James, sem heitir réttu nafni Veronica Siwik hélt því m.a. fram að hún hefði tvívegis orðið ófrísk eftir Tiger meðan á 3 ára sambandi þeirra stóð.

Hún er 36 ára í dag, tveimur árum yngri en Tiger.

Hér má sjá blaðagrein og myndir Daily Mail um þessa frétt SMELLIÐ HÉR: