Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 10:00

Champions Tour: Langer leiðir á 63 á Toshiba Classic – Hápunktar 1. dags

Það er Þjóðverjinn Bernhard Langer, sem leiðir á móti Champions Tour þessa vikuna,  Toshiba Classic, eftir 1. dag.

Hann lék á 8 undir pari, 63 höggum, á hring þar sem hann skilaði hreinu skorkorti og dreifði fuglunum 8 sem hann fékk jafnt, þ.e. var með 4 fugla á fyrri 9 og fjóra fugla seinni 9.

„Ég notaði allt í pokunum,“ sagði Langer eftir hringinn. „Ég hitti flestar flatir á tilskyldum höggafjölda og var ánægður með næstum allar kylfurnar í pokanum.“

Langer hefir 2 högga forystu á Fred Couples og þá Chien Soon Lu og Jeff Hart, sem allir léku á 6 undir pari, hver.

Þeir  Michael Allen, Kirk Triplett, Duffy Waldorf og Scott Simpson eru enn einu höggi á eftir þ.e. hafa allir leikið á 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Toshiba Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Toshiba Classic SMELLIÐ HÉR: