Berglind Björnsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GR 2013. Mynd: UNCG
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind í 1. sæti á JMU Eagle Inv. mótinu e. 1. dag

Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG og Sunna Víðisdóttir og golflið Elon taka þátt í JMU Eagle Invitational.

Mótið fer fram á golfvelli Eagle Landing golfklúbbsins í Orange Park, Flórída dagana 14.-16. mars 2014.

Þátttakendur í mótinu eru 93 frá 16 háskólum.

Berglind var best í liði UNCG,  en hún átti glæsihring upp á 3 undir pari, 69 högg og er var á besta skorinu af liði UNCG, sem  er  í 13. sæti í liðakeppninni.

Berglind er í 1. sæti í einstaklingskeppninni eftir 1. dag, sem hún deilir með liðsfélaga Sunnu Víðisdóttur, Emily Brooks í Elon. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Berglindi!!!

Sjá má umfjöllun á heimasíðu UNCG um glæsilegan árangur Berglindar með því að SMELLA HÉR: 

Sunna lék á 3 yfir pari, 75 höggum og deilir 34. sætinu. Hún er á 3. besta skorinu í liði Elon, sem er í 3. sætinu í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna eftir 1. dag JMU Eagle Invitational með því að SMELLA HÉR: