Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2014 | 12:29

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar sigruðu í Fresno State Lexus Classic

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State luku í gær keppni á Fresno State Lexus Classic mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar!!!

Mótið fór fram í Copper River Country Club í Fresno, Kaliforníu dagana  17.-18. mars.

Þátttakendur í mótinu voru 44 frá 7 háskólum.

Guðrún lék samtals á 17 yfir pari, 233 höggum (79 75 79) og lauk keppni  í 20. sæti  í einstaklingskeppninni. Hún  var jafnframt á 4. besta skori Fresno og taldi skor Guðrúnar Brár því í sigri liðsins.

Næsta mót „The Bulldogs“, golfliðs Fresno State, er Avenue Spring Break Classic, sem fram fer á Kapalua, Maui, á Hawaii 24.-26. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Fresno State Lexus Classic mótinu SMELLIÐ HÉR: