Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU höfnuðu í 2. sæti á Seahawk mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Seahawk Intercollegiate golfmótinu, sem fram fór í Wilmington, Norður-Karólínu, 16.-17. mars. Mótið var 36 holu mót en ekki hefðbundið 54 holu þar sem 36 holur eru spilaðar fyrri daginn.

Golf 1 er því þegar búið að birta úrslit mótsins, þó staðið hafi verið í þeirri trú að einn óspilaður hringur væri eftir. Er beðist velvirðingar á því.

Úrslitin hafa í raun þegar birtst…. en svona til upprifjunar….

Þátttakendur voru 78 frá 13 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 2 undir pari átti glæsihring upp á 67 og síðan annan mun lakari á 75. Hann varð í 6. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni, stóð Guðmundur Ágúst sig best af liðsfélögum ETSU en golflið ETSU hafnaði í 2. sæti í mótinu!!!

Næsta mót Guðmundar Ágústs og ETSU verður Mason Rudolph Inv. sem hefst 4. apríl n.k. í Nashville, Tennessee.

Sjá má umfjöllun um glæsilega frammistöðu Guðmundar Ágústs á heimasíðu ETSU, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá lokastöðu Seahawk Intercollegiate mótsins SMELLIÐ HÉR: