Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2014 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór lauk keppni í 3. sæti á Lions Golf Classic mótinu!!!

Theodór Emil Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, og golflið Arkansas Monticello luku í gær keppni á UAFS Invitaional, Lions Classic mótinu, sem fram fór í Fort Smith í Arkansas.

UAFS  háskólinn var gestgjafi, en þetta er árlegt mót þeirra, Lions Golf Classic, sem bæði kvenna- og karlalið skólanna tóku þátt í.

Mótið stóð dagana 24.-25. mars og lauk því í gær.  Það fór fram í  Hardscrabble Country Club og þátttakendur voru 60.

Eftirfarandi 11 lið kepptu í karlaflokki í mótinu: UAFS, Newman, Texas A&M International, Northwestern Oklahoma State, Southeastern Oklahoma State, Cameron University, East Central University, Texas A&M-Commerce, University of Arkansas-Monticello, McMurry og Rogers State.

Theodór náði þeim glæsilega árangri að verða í 3. sæti í einstaklingskeppninni, en því sæti deildi hann með 2 öðrum kylfingum.  Samtals lék Theodór á 7 yfir pari, 147 höggum (71 76) og var á langbesta skori Arkansas Monticello, sem varð í 3. sæti í liðakeppninni.

Ara Magnússyni, GKG, gekk líka vel en hann var á 3. besta skori liðs Arkansas Monticello og taldi það því í 3. sætis árangrinum í liðkeppninni.

Samtals lék Ari á 13 yfir pari, 153 höggum (73 80) og varð í 16. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með Michael Kelly frá Cameron háskólanum.

Næsta mót þeirra Theodórs og Ara er ULM boðsmótið í Calvert CC, Monroe, Louisiana 30. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Lions Classic SMELLIÐ HÉR: