Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 15:30

Golfið varð til þess að Ivan Lendl hætti sem þjálfari Andy Murray

Tennis og golf tengjast á fjölmörgum sviðum. Óþarft er að benda á kærustu Rory McIlroy hina verðandi Caroline McIlroy, tennisdrottningu en einnig er pabbi Jessicu Korda, Petr Korda, kunnur tenniskappi og mikill vinur fyrrum nr. 1 í heiminum í tennisnum Ivan Lendl, sem er alveg forfallinn golfkappi.

Talið er að Ivan Lendl spili 250 golfhringi á ári og hann er scratchari með forgjöf upp á 0.

Þessi mikla golfiðja Lendl hefir orðið til þess að hann hefir hætt sem þjálfari hins efnilega skoska tennisleikara Andy Murray.

Greg Garber á ESPN sagði í frétt sinni s.l. þriðjudag að Lendl hefði verið samingsbundinn að verja 25 vikum með Murray.  „Til þess að gera það vel þarf maður að vera með honum í 20, 25 vikur,“ sagði Lendl í viðtali við Garber. „Ég gat það ekki. Ég bara kom því ekki við.“

Bara í febrúar er Lendl búinn að skrá 17 golfhringi.  Lendl tekur því golfið fram yfir að vera tennisþjálfari!

Ivan Lendl á líka 5 dætur, en þar af spila þrjár þeirra golf. Sú yngsta,  Daniela, 20 ára, er í golfliði University of Alabama.

Lendl og Murray hafa starfað saman í 2 ár og var hápunktur samstarfsins þegar  Murray sigraði á Wimbledon, 2013.