Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2014 | 12:00

GA: Daníel Harley ráðinn aðstoðarvallarstjóri

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar er eftirfarandi frétt:

Daniel Harley hefur verið ráðinn aðstoðarvallartjóri Golfklúbbs Akureyrar.

Daniel er fæddur og uppalinn í Fife í Skotlandi en flutti hingað til lands árið 2004 og hefur búið hér á landi að mestu leyti síðan.

Daniel er menntaðar golfvallafræðingur frá Elmwood College í Skotlandi og hefur mikla reynslu í viðhaldi golfvalla eftir að hafa starfað hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði í fjölmörg ár. Fyrst sem almennur vallarstarfsmaður, þá sem aðstoðar vallarstjóra og nú síðast sem vallarstjóri. Var hann m.a. annars kosinn vallarstjóri ársins 2012.

Daniel mun því verða Steindóri vallarstjóra innan handar á vellinum ásamt því að aðstoða við viðhald á tækjum golfklúbbsins.

Eiginkona Daniels heitir Sif Þóroddsdóttir og eiga þau tvær dætur. Fluttu þau hingað til Akureyrar í ágúst 2013.

Brynjólfur (Binni) sem verið hefur vélamaður hjá okkur undanfarin ár hefur ákveðið að draga úr sinni vinnu hjá klúbbnum og auka við sig vinnu í verktakabransanum. Hann ætlar samt sem áður að vera okkur áfram innan handar þegar kemur að viðhaldi véla. Þökkum við honum kærlega fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Daniel Harley bjóðum við velkominn til starfa og væntum mikils af hans störfum á næstu árum.“