Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 02:00

The Masters 2014: Myndir frá æfingahring

Nú í dag 10. apríl hefjast leikar á The Masters risamótinu á Augusta National í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum.

Golfaðdáendur víða um heim eiga eftir að sitja límdir fyrir framan sjónvarpsskjáina til þess að fylgjast með heimsins bestu kylfingum etja kappi.

En Masters-mótið er í raun hafið og allir frægu föstu liðirnir hafa þegar farið fram.

Þannig gátu keppendur á The Masters spilað æfingahringi á mánudaginn 7. apríl (þó slæmt veður – m.a. úrhellisrigning hafi í þetta sinn valdið því að hluti æfingahringsins var blásinn af); þriðjudaginn 8. apríl fór fram hinn hefðbundni Champions Dinner og í gær, 9. apríl átti par-3 keppnin sér stað en skv. hjátrú tekst sigurvegara þeirrar keppni ekki að vinna aðalmótið og ekki vinsælt að sigra þá keppni, nema hjá þeim sem brjóta vilja hefðir!  Í ár vann Ryan Moore Par-3 keppnina ….. og í dag hefst síðan aðalmótið

Til þess að sjá myndir frá æfingahringnum s.l. mánudag 7. apríl 2014 á The Masters SMELLIÐ HÉR: