Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 06:00

The Masters 2014: Ryan Moore vann par-3 holu mótið!

Bandaríski kylfingurinn Ryan Moore sigraði í par-3 holu mótinu, sem fram fór í gær á Augusta National.

Hann lék par-3 holu völlinn á 6 undir pari, 21 höggi.

Í 2. sæti varð sonur „rostungsins“ Craig Stadler, þ.e. Kevin Stadler en þeir feðgar keppa báðir að þessu sinni á The Masters.

Kevin Stadler var á 4 undir pari, 23 höggum líkt og gamla brýnið Fuzzy Zoeller, en þeir  deildu 2. sætinu.

Þrír voru síðan jafnir í 4. sæti á 3 undir pari, 24 höggum: Victor Dubuisson, Joost Luiten og Bernhard Langer.

Ekki þykir eftirsóknarvert að sigra í par-3 keppninni, því sú míta er fyrir hendi að sá sem sigri í henni komi ekki til með að sigra í aðalmótinu, þó nokkrir hafi í gegnum tíðina reynt að afsanna hana.

Til þess að sjá heildarstöðuna í par-3 mótinu á The Masters 2014 SMELLIÐ HÉR: