Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2014 | 07:00

The Masters 2014: Krúttlegustu þátttakendurnir í par-3 holu mótinu

Par-3 holu mótið, sem er undanfari The Masters hefir á undanförnum árum snúist í að verða fjölskylduviðburður fyrir þátttakendur The Masters.

Þar er kærustum og eiginkonum oftar en ekki skartað, sem undantekningarlaust klæðast hvíta kaddýgalla The Masters.

Í seinni tíð hefir líka aukist að kylfingar birtist með alla fjölskylduna, ekki síst yngstu meðlimi hennar.

Síðan keppist hver kylfingurinn að fá birtar myndir af afkvæminu í hvíta Masters-kaddýgallanum.

Að þessu sinni í par-3 keppni ársins 2014 voru þó nokkrir „krúttlegir“ þátttakendur og má hér sjá nokkrar myndir:

Finn Stallings - sonur Scott Stallings hendir húfuna sína á 4. flöt í par-3 holu keppninni

Finn Stallings – sonur Scott Stallings hendir húfuna sína á 4. flöt í par-3 holu keppninni

Brandt Snedeker ásamt dóttur sinni Lilly á par-3 mótinu í gær, 9. apríl 2014

Brandt Snedeker ásamt dóttur sinni Lilly á par-3 mótinu í gær, 9. apríl 2014