Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 15:00

Ian Poulter og Jason Dufner í borðtennis – Myndskeið

Ian Poulter og Jason Dufner eru nú í Kína og munu taka þá í 20. Volvo China Open mótinu, sem hefst á morgun og er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Eins og oft er fyrir slík mót þá eru ýmsar sýningar á hinu og þessu til þess að færa golfstórstjörnurnar nær menningu þess staðar þar sem mótið fer fram og jafnframt til þess að vekja athygli á og kynna mótið.

Svo var og s.l. þriðjudag eins og sjá má á meðfylgjandi mynd og myndskeiði hér að neðan, þegar Ian Poulter og Dufner tóku þátt í borðtennisleik.

Þeir léku m.a. við margfalda heimsmeistara í borðtennis, en segja má að borðtennis- inn sé eins konar þjóðaríþrótt Kína.

Til þess að sjá Ian Poulter og Jason Dufner í borðtennis SMELLIÐ HÉR: