Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 16:30

Dawson hættir sem framkvæmdastjóri R&A

Peter Dawson framkvæmdastjóri Royal & Ancient (R&A) mun hætta á næsta ári sem framkvæmdastjóri, en R&A setur m.a. regluverk golfíþróttarinnar, endurskoðar það og viðheldur.

Dawson hefir nú verið framkvæmdastjóri R&A í 16 ár.

Hann mun hætta í september 2015 og jafnframt hætta sem ritari Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews, þar sem vagga golfsins er.

R&A stendur m.a. fyrir elsta ristamótinu The Open Championship þ.e. Opna breska risamótinu og hefir, eins og segir, yfirstjórn ásamt bandaríska golfsambandinu (USGA) á reglum golfsins.

Dawson er einnig forseti Alþjóða golfsambandsins og einnig það kjörtímabil sitt rennur sitt skeið 2016, þegar golfið snýr aftur sem íþróttagrein í Rio de Janeiro í fyrsta sinn í 110 ár, eða frá árinu 1904.