„Gullkistuvíkin“ par-3 5. brautin á Brautarholtsvelli – ein besta par-3 hola á Norðurlöndum skv. „The Finest“ og völlurinn í 40. sæti skv. hinu virta Golf Digest!!!. Brautarholtið er í uppáhaldi hjá Huldu Clöru. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2014 | 13:30

5.hola Brautarholtsvallar ein besta par-3 hola á Norðurlöndum skv. „The Finest“

Í nýjasta hefti „The Finest“ er 3 golfvöllum á Íslandi gerð góð skil, en það eru Strandarvöllur á Hellu, Brautarholtsvöllur og golfvöllur GKG, Leirdalsvöllur.

Í blaðinu segir m.a. að par-3 5. holan á Brautarholtsvelli „Gullkistuvíkin“  sé ein besta par-3 hola á Norðurlöndum eða:

„The fifth hole is a long par 3 over the Gold Chest Creek. A gem to play and easily one of the best par 3´s in Scandinavia – let alone Iceland.“

(Hmmm, spurning hvort blaðamaður sé vel að sér í öllum par-3 á Íslandi, því hér leynast svo víða margir glóandi gimsteinar s.s. par-3 7. brautin á Meðaldalsvelli á Þingeyri, par-3 3. brautin á Garðavelli á Akranesi, Bergvíkin hjá GS og hér eru aðeins getið nokkurra sem Golf1 dettur í svipan í hug).

Engu að síður gaman að lesa svona hrós um 5. braut Brautarholtsins, sem vissulega er með betri par-3 brautum á landinu og ein sú besta á Norðurlöndum!!!

Glæsilegar loftmyndir eru af völlunum í blaðinu.

Aðrir „fínir“ golfvellir á Norðurlöndum eru einnig kynntir m.a. golfvöllur Bro Hof Slot í Svíþjóð, Himmerland í Danmörku, golfvöllur Kytäjä golfklúbbsins í Finnlandi og golfvöllur Stavanger golfklúbbsins í Noregi.

Ýmis annar fróðleikur er í „The Finest“ m.a. flott grein um danska kylfinginn Thorbjörn Olesen.  Gaman er að fletta veftímaritinu en það má gera hér að neðan.

Til þess að sjá umfjöllun um einhverja bestu golfvelli á Norðurlöndum skv. „The Finest“ SMELLIÐ HÉR: