Alexander Levy eftir sigurinn á Volvo China Open í apríl 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2014 | 12:15

Evróputúrinn: 1. sigur Levy kom í Kína

Frakkinn Alexander Levy vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni í Guangzhou, Kína nú fyrr í dag á Volvo China Open.

Hann lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (68 62 70 69).

Sigurinn var sannfærandi en Levy, sem vann sér inn € 389,151 (um 60 milljónir íslenskra króna) átti 4 högg á þann sem varð í 2. sæti: Englendinginn Tommy Fleetwood.

Fleetwood lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 68 67 68).

Til þess að sjá lokastöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: