Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2014 | 11:43

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá sigraði á Mountain West Conference Champ.!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State „The Bulldogs“ tóku þátt í Mountain West Conference Championship svæðismótinu, en mótinu lauk í gær.  Mótið stóð dagana  24.-26. apríl 2014 og þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Mótið fór fram á Rancho Mirage, í Kaliforníu þar sem Kraft Nabisco risamót kvennagolfsins er haldið á hverju ári.

Guðrún Brá sigraði Mountain West Conference Championship, en þetta er fyrsta mótið sem Guðrún Brá sigrar í, í bandaríska háskólagolfinu!!! Þetta er ekkert annað en stórglæsilegt, en Guðrún Brá er tiltöulega nýbyrjuð í bandaríska háskólagolfinu, byrjaði nú rétt eftir áramót.

Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (71 71 76).

Lið Fresno State varð í 3. sæti í mótinu og óþarfi að segja að Guðrún Brá var á besta skorinu!

Til þess að sjá lokastöðuna í Mountain West Conference Championship SMELLIÐ HÉR: