Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 26. 2014 | 12:30

PGA: Ben Martin enn í 1. sæti í hálfleik á Zurich Classic – hápunktar 2. dags

Ben Martin leiðir enn eftir 2. dag Zurich Classic á TPC Louisiana, í Avondale.

Martin er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 129 höggum (62 67).

Í 2. sæti er Andrew Svoboda 3 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (64 68).

Þriðja sætinu deila síðan þeir Seung-yul Noh og Robert Streb á samtals 11 undir pari, hvor.

Sá sem er hæst „rankaður“ í mótinu, Justin Rose er í 22. sæti á samtals 6 undir pari.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð að þessu sinni eru Ernie Els, Billy Horschel og Thorbjörn Olesen.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags Zurich Classic SMELLIÐ HÉR: