Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (5/5)
Michelle Wie sigraði í 3. móti sínu á LPGA fyrir viku síðan, þ.e. á LPGA LOTTE meistaramótinu á heimavelli þ.e. í Ko Olina golfklúbbnum í Kapolei, Hawaii. Af þeim sökum var skrifuð 5 greina kynningargreinaröð um Wie, en hér fer 5. og síðasti hlutinn: Michelle Wie 2009–til dagsins í dag Eftir að hafa komið sér í gegnum LPGA Q-School í desember 2008 lýsti Wie því yfir að hún hefði enn áhuga á að spila í mótum á móti karlmönnum. Hvað sem öðru leið fékk hún engin boð styrktaraðila til að spila á Sony Open þar sem hún hafði spilað 4 ár í röð á árunum 2004-2007. Fyrsta mót hennar sem Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Alexander Levy?
Alexander Levy sigraði nú um helgina í 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni. Hann tók þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í árslok 2012 og ávann sér keppnisrétt fyrir 2013, sem var nýliðaár hans. Aðeins á 2. ári sínu á Evrópumótaröðinni er Levy búinn að innbyrða 1. sigur sinn. En hver er kylfingurinn? Alexander Levy er fæddur 1. ágúst 1990 i Orange, Kaliforníu og því 23 ára. Hann fluttist aftur til Frakklands 1994 (4 ára) og býr í dag í Bandaul í Frakklandi og er í golfklúbbnum Golf PGA France du Vaudreuil. Levy er með tvöfalt ríkisfang þ.e. er bæði franskur og bandarískur. Í dag er Levy nr. 608 á heimslistanum. Levy hefir m.a. Lesa meira
Ko meðal 100 áhrifaríkustu skv. Time!
Lydia Ko, sem sigraði nú um helgina á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður í golfi og í 3. móti sínu á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA, hefir verið talin ein af 100 áhrifaríkustu einstaklingum heims af tímaritinu Time. Þetta er 11. árið í röð sem Time stendur fyrir lista þar sem 100 áhrifaríkustu samtímamannanna er getið og í ár er Ko eini kylfingurinn, sem kemst á listann. Tölublað Time með listanum kemur út mánudaginn 5. maí n.k. „Ég er svo hissa og fyllist auðmýkt að vera talin meðal TIME 100,“ sagði Ko, en hún fékk útnefninguna í 17 ára afmælisgjöf 24. apríl s.l. „Lydia Ko er óvenju hæfileikarík, þroskuð langt umfram Lesa meira
Ekki slá á vallarstarfsmenn! – Vídeó
Nú fara golfvellirnir hérlendis að opna hér á landi, hver á fætur öðrum og þá er oft svo að á stærstu golfvöllunum eru einn eða fleiri vallarstarfsmenn að störfum, þegar kylfingar spila hringi sína. Hver hefir ekki staðið á teig og einhver vallarstarfsmaður í farartæki sínu fer hring eftir hring á flöt eða braut og tefur hringinn? Kylfingum er uppálagt að halda uppi leikhraða, margir eru tímabundnir, golfið er jú nógu tímafrek íþrótt svo ekki bætist við að einhver vallarstarfsmaður sé að dúlla sér við að sinna starfi sínu á kostnað kylfingsins, sem búinn að er greiða fyrir vallargjöldin dýrum dómum (hvort heldur er í félagsgjöldum eða sem gestur). Sumum Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni á SEC svæðismótinu
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State tóku dagana 25.-27. apríl þátt í SEC svæðismótinu en það fór fram á Seaside golfvellinum í Sea Island golfklúbbnum í Georgíu og lauk í gær. Þátttakendur voru 70 frá 14 háskólum. Axel lék á samtals 23 yfir pari, 233 höggum (82 75 76) og hafnaði í síðasta sæti í einstaklingskeppninni. Óþarft að segja að Axel lauk leik á lakasta skori Mississippi State sem varð í 9. sæti í liðakeppninni. Sjá má umfjöllun um mótið og þ.á.m. Axel (sem m.a. er nefndur „the Iceland product“) á heimasíðu Mississippi State með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á SEC svæðismótinu með því að SMELLA Lesa meira
GL: Hallgrímur Þ. Rögnvaldsson sigraði á Vormótinu
Vormót GL var haldið laugardaginn 26. apríl á Garðavelli með þátttöku 55 kylfinga úr röðum GL en um var að ræða innanfélagsmót. Úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf: 1. sæti: Hallgrímur Þ. Rögnvaldsson 41 punktur 2. sæti: Tryggvi Bjarnason 38 punktar 3. sæti: Hörður Kári Jóhannesson 37 punktar Nándarverðlaun: 3. braut: Guðjón Viðar Guðjónsson 1,37m 18. braut: Sigríður Ellen Blumenstein 1,07m Vinningshafar geta sótt vinninga á skrifstofu GL.
PGA: Seung-yul Noh sigraði á Zurich Classic – Hápunktar 4. dags
Það er Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu, sem er sigurvegari Zurich Classic á TPC Louisiana, í Avondale. Noh lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (65 68 65 71). Þetta er 1. sigur hins 22 ára Noh á PGA mótaröðinni Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Noh urðu Robert Streb og Andrew Svoboda, sem báðir léku á samtals 17 undir pari. Hæst „rankaði“ maður mótsins, Justin Rose, vann sig upp í 8. sæti (sem hann deildi ásamt Keegan Bradley og „tveggja hanska Gainey“ ) eftir að hafa verið í 20. sæti eftir 3. hring. Rose var á samtals 13 undir pari og minnkaði muninn milli sín og sigurvegarans í 6 högg í Lesa meira
LPGA: Lydia Ko sigraði á Swinging Skirts LPGA Classic
Það var hin 17 ára, nýsjálenska Lydia Ko sem vann sinn 3 sigur á LPGA mótaröðinni nú fyrr í kvöld. Áður hefir Ko tvívegis sigrað á CN Canadian Open (í fyrra skiptið 26. ágúst 2012 og síðara skiptið 25. ágúst 2013). 17 ára er Ko komin með 3 sigra á LPGA! Þetta er fyrsti sigurinn sem ekki vinnst síðsumars í Kanada hjá Ko, reyndar kemur þessi 3 dögum eftir að hún varð 17 ára og hún er sú yngsta á LPGA til að vera með 3 sigra! Ko lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 71 68 69). Fyrir sigurinn hlaut Ko $270,000. Einu höggi á eftir varð fyrrum nr. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Borg Dóra Benediktsdóttir – 27. apríl 2014
Það er Borg Dóra Benediktsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Borg Dóra er fædd 27. apríl 1998 og því 16 ára í dag! Borg Dóra er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og hefir m.a. staðið sig vel í ýmsum golfmótum, púttmótum sem öðrum. Hér að neðan má komast á Facebooksíðu afmæliskylfingsins, til þess að óska Borg Dóru til hamingju með afmælið: Borg Dóra Benediktsdóttir F. 27. apríl 1998 (16 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Warren Kenneth Wood, 27. apríl 1887 – d. 27. október 1926; Leo Diegel, 27. apríl 1899 – d. 8. maí 1951; David K. Oakley, 27. apríl 1945 – d. 2. júlí 2006; Lesa meira
GK: Atli Már með ás í Grindavík!
Atli Már Grétarsson, GK, fór holu í höggi á 15. braut á Húsatóftavelli í Grindavík. Þađ sem er enn merkilegra er ađ 15 holan par-4 og er 270 metrar. Bylmingshögg þetta sem Atli Már sló – en brautin liggur reyndar í hundslöpp og er hægt að velja um að spila hana alla eða stytta sér leið og slá beint á pinna, sem Atli Már gerði! Golf 1 óskar Atla Má innilega til hamingju með draumahöggið!!!










