Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Michelle Wie? (5/5)

Michelle Wie sigraði í 3. móti sínu á LPGA fyrir viku síðan, þ.e. á LPGA LOTTE meistaramótinu á heimavelli þ.e. í Ko Olina golfklúbbnum í Kapolei, Hawaii. Af þeim sökum var skrifuð 5 greina kynningargreinaröð um Wie, en hér fer 5. og síðasti hlutinn:

Michelle Wie

Michelle Wie 2009–til dagsins í dag

Eftir að hafa komið sér í gegnum  LPGA Q-School í desember 2008 lýsti Wie því yfir að hún hefði enn áhuga á að spila í mótum á móti karlmönnum.  Hvað sem öðru leið fékk hún engin boð styrktaraðila til að spila á Sony Open þar sem hún hafði spilað 4 ár í röð á árunum 2004-2007.

Fyrsta mót hennar sem fullgildur LPGA félagi var SBS Open í Turtle Bay, þar sem hún var með hringi upp á 66 og 70 högg og jöfn Angelu Stanford fyrir lokahring mótsins.  Wie var með 3 högga forystu þegar hún átti eftir 8 holur en lauk keppni með því að tapa með 3 höggum fyrir Angelu Stanford. Sigur hennar s.l. helgi var því heldur betur sætur, því Stanford var búin að leiða allt mótið!!!

Michelle Wie geispandi

Michelle Wie geispandi

Snemma í mars 2009 var tilkynnt að Wie hefði sagt skilið við William Morris umboðsskrifstofuna og hún hefði skrifað undir samning við  IMG.

Í næstu mótum Wie,  the J Golf Phoenix LPGA International og Kraft Nabisco Championship var  hún í vandræðum með að ná niðurskurði og var alveg á niðurskurðarlínunni í bæði skiptin. Hún lauk keppni í 57. og 67. sæti í mótunum. Á Kraft Nabisco, var hún með hring upp á 81 bæði á 3. og 4. hring.

Michelle Wie

Michelle Wie

Í apríl 2008 ferðaðist Wie til Kóreu til að spila í móti á kóreönsku LPGA mótaröðinni, the Lotte Mart Open, í fyrsta sinn. Hún varð T-36 og vann sér inn   $1,536. Wie varði næstu 2 mánuðum í að spila í öllum LPGA mótum sem hún komst í og árangurinn var allt frá 3. sætinu á Sybase Classic til T-54 á  State Farm Classic, sama móti og hún var vísuð úr 2008 fyrir að skrifa ekki undir skorkort. Á 2. risamóti ársins 2009 LPGA Championship, varð Wie í 23. sæti, sem var besti árangur hennar í risamóti frá árinu 2006. Í þessu móti fór hún líka í fyrsta sinn holu í höggi sem atvinnumaður.

Daginn eftir tók Wie þátt í úrtökumóti fyrir US Women´s Open risamótið sem átti að fara fram 1. vikuna í júlí. Hún var í hópi 110 í  Rockville, Maryland. Hún komst ekki í gegn, var með hringi upp á 70 og 74.

Í ágúst 2009 á Rich Harvest Farm golfvellinum í Sugar Grove, Illinois, var Wie val fyrirliða Solheim Cup og tók þátt í mótinu; þar sem hún stóð sig vel en var með árangur upp á 3-0-1 í þeim 4 mótum, sem hún lék í.

Michelle Wie ásamt Natalie Gulbis á Solheim Cup 2009

Michelle Wie ásamt Natalie Gulbis á Solheim Cup 2009

Þann 15. nóvember 2009 vann Wie fyrsta mót sitt sem atvinnumaður þ.e.  Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara, Mexikó, en hún var á samtals 13 undir pari, 275 höggum og átti 2 högg á Paulu Creamer og stóð sig betur en Jiyai Shin, Christie Kerr og Morgan Pressel. Þetta var 81. mót Wie’ sem atvinnumanns og 66. mót hennar á LPGA. Hún varð síðan í 2. sæti á LET á Dubai Ladies Masters tournament  9–12. desember 2009, á 15-undir-pari 273 höggum, 3 höggum á eftir sigurvegaranum  In-Kyung Kim.

Þann 29. ágúst 2010 vann hún 3 högga sigur á CN Canadian Women’s Open, sem fram fór í St. Charles Country Club í Winnipeg, Manitoba, en þetta var 2. sigur hennar á LPGA. Í næsta LPGA móti sínu 2 vikum síður varð hún í 2. sæti á  t P&G NW Arkansas meistaramótinu var á samtals 12 undir pari, 201 höggi en tapaði fyrir  Yani Tseng með 1 höggi eftir að hafa glutrað niður 3 högga forystu sem hún hafði á aðra keppendur eftir 54 holur.

Næstu ár 2011-2013 einbeitti Wie sér að námi sínu í Stanford, en sagðist alltaf munu snúa aftur að keppnisgolfi, eftir að hún gæti einbeitt sér að æfingum.  Árið 2013 var Wie einstaklega erfitt, en hún útskrifaðist, sneri sér aftur að fullu að æfingum… með litlum árangri …. þar til nú

en 19. apríl 2014 vann Wie eins og segir 3. LPGA titil sinn á  LPGA Lotte Championship. Hún var 4 höggum á eftir Angelu Stanford eftir 54 holur en var á 67 höggum lokahringin meðan Stanford átti hring upp á 73 og því vann Wie með 2 höggum!!!  Það verður spennandi að fylgjast með Wie í sumar.