Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni á SEC svæðismótinu

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State tóku dagana 25.-27. apríl þátt í SEC svæðismótinu en það fór fram á Seaside golfvellinum í  Sea Island golfklúbbnum í Georgíu og lauk í gær.

Þátttakendur voru  70 frá  14 háskólum.

Axel lék á samtals 23 yfir pari, 233 höggum (82 75 76) og hafnaði í síðasta sæti í einstaklingskeppninni.  Óþarft að segja að Axel lauk leik á lakasta skori Mississippi State sem varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má umfjöllun um mótið og þ.á.m. Axel (sem m.a. er nefndur „the Iceland product“) á heimasíðu Mississippi State með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má lokastöðuna á SEC svæðismótinu með því að SMELLA HÉR: