Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 14:00

LPGA: Schreefel fékk $100þ fyrir ás!

Hinn hollenska Dewi Claire Schreefel var ekkert að vinna mót núna um helgina  …. hins vegar vann hún sér inn $100,000 fyrir að fara holu í höggi á  Swinging Skirts LPGA Classic…. sem er kannski alveg jafnsætt! Schreefel fékk ás á 157 yarda (143 metra) par-3 12. brautina og notaði 7-járn við höggið góða á sunnudeginum í Lake Merced golfklúbbnum, í Daly City, Kaliforníu. Ásaverðlaunin veglegu voru fjármögnuð af China Trust Bank. Schreefel grínaðist með að þetta yrði líklegast hæsti launatékki hennar á árinu og sagði við sjálfa sig þegar hún gekk upp 18. braut: „Vá, þetta er meira virði en bíll!“ Þetta er 2. ás hinnar 28 ára Schreefel á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 12:00

Rory með í Wentworth

Rory McIlroy hefir tilkynnt að hann muni taka þátt í  BMW PGA Championship at Wentworth Club, en mótið fer fram 22.-25. maí n.k. Rory hefir gengið vel á Evrópumótaröðinni í ár, það sem af er en af 5 mótum sem hann hefir tekið þátt í hefir hann þrisvar verið meðal topp-10. Mótið er 60 ára afmælismót BMW PGA Championship. Rory vonast til að ná titilinum af Matteo Manassero, sem á titil að verja í þessu €4,750,000 móti og koma sér meðal frægra nafna sem sigrað hafa í mótinu en það eru m.a.: Tony Jacklin, Sir Nick Faldo, Seve Ballesteros, Bernhard Langer, Ian Woosnam og José María Olazábal. „BMW PGA Championship er alltaf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 10:00

GSG: Hjónin Agnes og Þór stóðu sig best í Vormóti GBS í Sandgerði

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl s.l. fór fram Vormót GBS á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Skráðir til keppni voru 32 og luku 29 keppni þar af 6 kvenkylfingar. Leikformið var punktakeppni með forgjöf og þar urðu efstir: Eyþór Kr. Einarsson, GHG, með 34 pkt (21 pkt á seinni 9); í 2. sæti varð Þór Sigurðsson, GKJ einnig með 34 pkt. (16 pkt. á seinni 9), í 3. sæti varð Sigurður Kristinn Erlingsson, GR með 32 pkt og í 4. sæti (tók verðlaun fyrir 3. sætið) varð Ricardo Mario Villalobos, GHG, með 30 pkt. Á besta skorinu var Þór Sigurðsson, GKJ sem lék Kirkjubólsvöll á 11 yfir pari, 83 höggum. Best meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 09:00

Graham DeLaet að stæla Tiger – Vídeó

Hér má sjá kanadíska kylfinginn Graham deLaet gera sitt besta til að stæla Tiger Woods SMELLIÐ HÉR:  Svona til samanburðar má hér sjá myndskeið af Tiger SMELLIÐ HÉR:  Það er ekki hægt annað en að dást að DeLaet en hann gerir að því er virðist svipað og Tiger nema án tónlistar og auglýsingarinnar fyrir Nike. Þetta er ekki það eina sem þessir kappar eiga sameiginlegt. DeLaet fór í sama bakuppskurð og Tiger gekkst undir fyrir nokkrum árum og það tók hann 11 mánuði að ná sér aftur að fullu!

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 08:30

Heimslistinn: Noh á topp-100

Seung-yul Noh, sem sigraði á Zurich Classic PGA mótinu nú um helgina tekur stórt stökk upp heimslistann en fyrir viku var þessi 22 ára strákur enn í 176. sæti.  Nú fer hann up um 88 sæti í 88. sætið… og er þar með kominn meðal efstu 100 á listanum; reyndar meðal efstu 90! Annar asískur kylfingur er að gera það gott en það er fyrirliði Asíu í EvrAsíu bikarnum Thongchai Jaidee, sem sigraði nú um helgina á IMB Niaga Indonesian Masters, en vegna sigursins færist Jaidee upp um 5 sæti úr 54. sætinu í 49. sætið! Hástökkvari vikunnar (á heimslistanum) er þó eflaust sigurvegari Volvo China Open á Evrópumótaröðinni, Alexander Levy, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 08:00

GG: Class of ´92 vann í styrktarmóti fyrir mfl. kvenna í knattspyrnu!

S.l. laugardag, 26. apríl fór fram á Húsatóftavelli Texas Scramble mót til styrktar mfl. kvenna í knattspyrnu í Grindavík.  Sólin skein á keppendur en vindur var þó að stríða þeim aðein.  Mótið hófst á því að allir hlutu súkkulaði og drykk í teiggjöf. Síðan voru 58, 2 manna lið sem kepptu og styrktu um leið knattspyrnustelpurnar í Grindavík. Úrslit voru eftirfarandi:                                                                       fyrri9.    seinni 9.         Brúttó       forgjöf   samt Class Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 07:00

GR: Kynningarfundur um framtíð Grafarholtsvallar með Tom MacKenzie í dag 29. apríl kl.: 20:00

Kynningarfundur um framtíð Grafarholtsvallar verður haldinn í Grafarholtsskála í dag 29. apríl  kl.20:00. Í skýrslu stjórnar GR  á síðasta aðalfundi kom fram að stjórn GR hefir falið skoskum arkitekt Tom Mackenzie að nafni að útbúa svokallað „masterplan“ fyrir Grafarholtsvöll. Þar eiga að koma fram allar þær breytingar sem gert er ráð fyrir að þurfi að gera í Grafarholti til að gera völlinn eins góðan og hægt er. Tom Mackenzie mun kynna hugmyndir sínar varðandi fyrirhugaðar breytingar á vellinum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn þriðjudaginn, í dag kl.20:00.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 29. 2014 | 05:00

LPGA: Viðtal við Ko e. 3. sigurinn! – Vídeó

Hér má sjá myndskeið með viðtali við Lydiu Ko eftir að hún vann 3. sigur sinn á LPGA mótinu Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingar dagsins: Elliði Vignisson, Þorsteinn R. Þórsson og Þór Ríkharðsson eiga sama afmælisdag og John Daly – 28. apríl 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru: Þór Ríkharðsson, GSG, en hann er fæddur 28. apríl 1985 og því 29 ára í dag; Elliði Vignisson, en hann er fæddur 28. apríl 1969 og því 45 ára og Þorsteinn R. Þórsson, en hann er fæddur 28. apríl 1960 og því 54 ára í dag. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn, hér fyrir neðan: Elliði Vignisson Þór Ríkharðsson  Þorsteinn R. Þórsson Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.  Sven Tumba Johannsson, f, 28. ágúst 1931 – d. 1. október 2011;  Stephen Michael Ames  28. apríl 1964 (50 ára stórafmæli!!!);  John Daly 28. apríl 1966 (48 ára);  Jiyai Shin 28. apríl 1988 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2014 | 14:00

Ko nr. 2 á Rolex-heimslistanum

Hin 17 ára Lydia Ko frá Nýja- Sjálandi gerir ekki endasleppt. Hún sigraði nú um helgina 3. mót sitt á sterkustu kvenmótaröð heims: LPGA. Þetta varð til þess að hún fór upp um 2 sæti á topp-10 á Rolex-heimslista kvenna þ.e. fór úr 4. sætinu í 2. sætið, sem er það hæsta sem hún hefir komist á heimslista kvenna. Með þessu fer Ko fram úr helsta keppinaut sínum á Swinging Skirt LPGA Classic mótinu, sem hún sigraði á, fyrrum nr. 1 á heimslistanum, sem nú vermir 3. sætið, Stacy Lewis.   Inbee Park er enn í 1. sæti en norska frænka okkar, Suzann Pettersen er dottin niður í 4. sætið. Lesa meira