Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 10:15

Evróputúrinn: Pittayarat efstur í hálfleik La Laguna

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er The Championship at Laguna National. Mótið fer fram í Laguna National G&CC í Tampines, Singpúr.

Þegar mótið er hálfnað er það Filipseyingurinn Panuphol Pittayarat sem er í forystu er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 131 höggi (63 68).  Er þetta óbreytt staða frá deginum áður, þar sem Pittayarat leiddi.

Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Bandaríkjamaðurinn David Lipsky, Felipe Aguilar frá Chile og Ástralinn Scott Hend, en þeir hafa allir leikið á samtals 12 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags The Championship at Laguna National SMELLIÐ HÉR:  (Verður sett inn um leið og myndskeiðið er til!)