Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2014 | 19:00

LET ACCESS: Valdís Þóra á 6 yfir pari e. 1. dag í Sviss

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag keppni á Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni, sem er einskonar 2. deild og stökkbretti inn á Evrópumótaröð kvenna (LET).  Mótið fer fram á golfvelli Gams-Werdenberg golfklúbbsins, í Gams, Sviss.

Valdís hóf leik á 10. teig og lék 1. hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum.

Skorkort Valdísar Þóru var ansi skrautlegt en á því voru m.a. 4 fuglar, 3 skollar og 3 skrambar.  Sérstaklega var +3 skrambinn á par-4 17. holunni slæmur.

Valdís Þóra deilir 91. sætinu eftir 1. dag með 8 öðrum kylfingum, m.a. hinni svissnesku Caroline Rominger.

Efstar eftir 1. dag eru hin sænska Emma Westin og hin skoska Sally Watson, efstar, báðar á 5 undir pari, 67 höggum, Sjá kynningu Golf 1 á Watson með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna  eftir 1. dag Association Suisse de Golf Ladies Open mótinu SMELLIÐ HÉR: