Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2014 | 01:00

PGA: Cabrera og Flores í forystu í hálfleik Wells Fargo – Hápunktar 2. dags

Ángel Cabrera frá Argentínu og Martin Flores frá Bandaríkjunum eru í forystu á Wells Fargo mótinu eftir 2. dag keppni.

Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Flores (67 68) og Cabrera (66 69)

Einn í 3. sæti er Justin Rose, einu höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67).

Til þess að sjá heildarstöðuna á Wells Fargo mótinu eftir 2. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: