Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 20:45

Hver er kylfingurinn: Stacy Lewis?

Stacy Lewis sigraði í gær á North Texas LPGA Shootout. Þetta er fyrsti sigur hennar á LPGA frá því hún sigraði í Ricoh Opna breska kvenrisamótinu á síðasta ári. En hver er þessi hægláti kylfingur, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna? Stacy fæddist 16. febrúar 1985 í Toledo, Ohio og varð því  29 ára á árinu. Stacy á því sama afmælisdag og Marlene Hagge, en hún var ein af 13 stofnendum LPGA, en Stacy vann einmitt RR Donnelley LPGA Founders Cup á árinu 2013, sem er mót til heiðurs stofnenda LPGA. Stacy á alls  að baki 9 sigra á LPGA, þar af á 2 risamóti, auk þess hefir hún 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Már Ólafsson – 5. maí 2014

Það er einn af okkar bestu golfkennurum Arnar Már Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Arnar Már er fæddur 5. maí 1966 og því 48 ára.  Arnar Már kennir um þessar mundir golf í Berlín.  Hann er ásamt samhöfundi sínum, landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni, einn afkastamesti golfbókarhöfundur landins, en eftir þá félaga liggja m.a. bækurnar „Betra Golf“ og „Enn Betra Golf“  og kennslumyndbandið „Meistaragolf.“  Armar Már hefir hlotið gullmerki GSÍ fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar. Arnar Már er kvæntur Helgu Lárusdóttur og á dæturnar Ástrósu og Sólrúnu. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn má komast hér á Facebook síðu hans: Arnar Már Ólafsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 19:00

Hver er kylfingurinn: Lee Westwood (2/4)

Atvinnumannsferill Lee Westwood Árið 1996 vann Westwood fyrsta atvinnumannsmót sitt þ.e. Volvo Scandinavian Masters og síðan Sumitomo VISA Taiheiyo Masters í Japan. Velgengni hans hélt áfram árið 1997, þar sem hann varði japanska titilinn sinn og sigraði á Malaysian Maybank Open, Volvo Masters á Spáni og  Holden Australian Open, þar sem hann vann Greg Norman í umspili. Hann var einnig félagi Nick Faldo í Ryder Cup á þessu ári. Westwood hefir sigrað í 22 mótum á  Evrópumótaröðinni og hefir líka sigrað í mótum í Norður-Ameríku, Afríku, Asíu og Ástralíu. Árangursríkasta ár hans til þessa hefir verið árið 2000 þegar hann vann 7 mót um allan heim og var í 1. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 14:30

Jesper Parnevik sem kynnti Elínu fyrir Tiger segist hafa fyrirgefið Tiger framhjáhaldsskandala hans

Jesper Parnevik, sem hefir verið einn harðasti gagnrýnandi Tiger Woods vegna framhjáhalda þess síðarnefnda, sem komst upp um 2009 segir þá hafa samið frið yfir golfhring. „Tiger er félagi í sama klúbbi og ég í Flórída, The Medalist,“ sagði Parnevik, 49 ára í símaviðtali við Golf Magazine. „Ég erfi aldrei neitt lengi við neinn.  Reiði mín fjaraði út býsna fljótt en þetta voru harkaleg viðbrögð mín vegna þess að Elín var eins og dóttir okkar. Tiger og ég spiluðum 9 holur á Medalist, þannig að það er gróið um heilt núna. Allir gera mistök. Hann hefir þurft að fást við nóg í lífi sínu.  Maður segir bara það sem manni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 12:00

Champions Tour: Langer sigraði á Insperity Inv.!

Bernhard Langer sigraði í The Woodlands á Insperity boðsmótinu, á Champions öldungamótaröð PGA. Langer rétt marði sigurinn en hann hélt þessu spennandi; var á 2 yfir pari, seinni 9 á 3. og lokahringnum, þ.e. fékk skolla á 16. og 18. holu og lék þriðja hring alls á 1 undir pari, 71 höggi og var á samtals á  11 undir pari, 205 höggum  (66 68 71). Með þessum sigri, sem er 2. sigur hans á tímabilinu jók hinn 54 ára Þjóðverji bilið á Couples sem er í 2. sæti á Schwab Cup stigalistanum og varð 10. kylfingurinn til þess að sigra a.m.k. 20 sinnum á Champions Tour mótum. Þetta er 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 09:00

PGA: Rory þreyttur á „bakdyra“ topp-10 árangri

Það er ekki ofmælt þegar sagt er að Rory sé metnaðarfullur. Hann varð T-8 þ.e. deildi 8. sætinu á móti helgarinnar á PGA Tour, Wells Fargo Championship oog þetta er í 5. sinn á þessu ári að hann er meðal 10 efstu á PGA Tour. Engu að síður yppti hann bara öxlum og ranghvolfdi augunum, nákvæmlega sama um þennan, að mati margra, ágætis árangur. „Ég er meðal efstu 10 í hverri viku og það er fínt, það er bara hvað sem er, bara ekki sigrar.“ sagði Rory eftir að hafa verið á 2 undir pari, 70 höggum, 6 höggum á eftir sigurvegaranum JB Holmes í mótinu. „Þetta er önnur stöðug vika. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 23:00

GHR: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, Auður Ósk Þórisdóttir og Unnur Pétursdóttir sigruðu á Lancôme mótinu

Í dag fór fram á Strandarvelli hið árlega Lancôme kvennamót. Þátttakendur voru 86 kvenkylfingar, sem kepptu í 3 flokkum eftir forgjöf í punktakeppni. Verðlaun frá Termu voru að vanda vegleg, snyrtivörur u.þ.b. að verðmæti kr. 704.000,- auk þess sem hver kona fékk í teiggjöf krem og serum frá Lancôme. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndarseríu úr mótinu með því að SMELLA HÉR: Heildarúrslit: Fgj. 0-14  1 Jóna Sigríður Halldórsdóttir GR 11 F 19 22 41 41 41 2 María Málfríður Guðnadóttir GKG 4 F 19 20 39 39 39 3 Sigrún Edda Jónsdóttir NK 12 F 18 18 36 36 36 4 Kristín Sigurbergsdóttir GK 11 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 22:55

Lancôme mótið hjá GHR – 4. maí 2014 – Myndir

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 22:30

PGA: JB Holmes sigraði á Wells Fargo mótinu

Bandaríkjamaðurinn JB Holmes stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo mótinu í Quail Hollow í Norður-Karólínu. Hann lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (70 67 66 71). Aðeins 1 höggi á eftir varð Jim Furyk á 13 undir pari, 275 höggum (72 69 69 65). Í 3. sæti varð Martin Flores (á samtals 12 undir pari); í 4. sæti Jason Bohn (á samtals 11 undir pari) og í 5. sæti varð síðan Justin Rose (á samtals 10 undir pari). Phil Mickelson átti skelfilegan lokahring (76 högg) og fór úr 2. sætinu, sem hann var í fyrir lokahringinn, niður í það 11. sem hann deildi með Kevin Chappell og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2014 | 22:00

LPGA: Lewis sigraði í Texas

Stacy Lewis sigraði í dag á North Texas LPGA Shootout… með yfirburðum. Lewis lék á samtals 16 undir pari, 268 höggum (71 64 69 64) og átti hvorki meira né minna en 6 högg á þá sem næst kom, þ.e. Meenu Lee frá Suður-Kóreu, en hún lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (70 64 70 70). Í 3. sæti varð síðan Michelle Wie á samtals 9 undir pari. Fjórða sætinu deildu síðan Na Yeon Choi frá Suður-Kóreu og hin bandaríska Kim Kaufmann, báðar á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á North Texas LPGA Shootout SMELLIÐ HÉR: