Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2014 | 12:00

Champions Tour: Langer sigraði á Insperity Inv.!

Bernhard Langer sigraði í The Woodlands á Insperity boðsmótinu, á Champions öldungamótaröð PGA.

Langer rétt marði sigurinn en hann hélt þessu spennandi; var á 2 yfir pari, seinni 9 á 3. og lokahringnum, þ.e. fékk skolla á 16. og 18. holu og lék þriðja hring alls á 1 undir pari, 71 höggi og var á samtals á  11 undir pari, 205 höggum  (66 68 71).

Með þessum sigri, sem er 2. sigur hans á tímabilinu jók hinn 54 ára Þjóðverji bilið á Couples sem er í 2. sæti á Schwab Cup stigalistanum og varð 10. kylfingurinn til þess að sigra a.m.k. 20 sinnum á Champions Tour mótum.

Þetta er 3. sigur hans í Houston frá því að hann vann í  Augusta Pines in 2007-08.

Það er Hale Irwin sem unnið hefir flesta Champions Tour titla í gegnum tíðina eða alls 45.

Couples hóf daginn 5 höggum á eftir Langer og mistókst að lokum algerlega að saxa á hann þegar bolti hans lenti í ómögulegri legu fyrir aftan box yfir vatnsúðunarkerfi (sprinkler).

Þaðan varð hann að ná fugli en höggið misheppnaðist algerleg og hann endaði með því að fá skolla á holuna.

Fred Couples varð í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Langer, eða á samtals 10 undir pari, 206 höggum (69 70 67); Colin Montogmerie varð í 3. sæti á samtals 9 undir pari og sá sem átti titil að verja Esteban Toledo, sem býr í The Woodlands varð í 4. sæti á samtals 7 undir pari, 209 höggum (67 71 71).

Nágranni Toledo í The Woodlands, Jeff Maggert deildi 9. sætinu með 3 öðrum (m.a. Fred Funk), sem allir voru  á 4 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í Insperity Inv. með því að SMELLA HÉR: