PGA: Rory þreyttur á „bakdyra“ topp-10 árangri
Það er ekki ofmælt þegar sagt er að Rory sé metnaðarfullur.
Hann varð T-8 þ.e. deildi 8. sætinu á móti helgarinnar á PGA Tour, Wells Fargo Championship oog þetta er í 5. sinn á þessu ári að hann er meðal 10 efstu á PGA Tour.
Engu að síður yppti hann bara öxlum og ranghvolfdi augunum, nákvæmlega sama um þennan, að mati margra, ágætis árangur.
„Ég er meðal efstu 10 í hverri viku og það er fínt, það er bara hvað sem er, bara ekki sigrar.“ sagði Rory eftir að hafa verið á 2 undir pari, 70 höggum, 6 höggum á eftir sigurvegaranum JB Holmes í mótinu.
„Þetta er önnur stöðug vika. Þetta er topp-10 árangur en ég var aldrei í neinni stöðu að verða efstur,“ sagði Rory. „Ég vil ekki fara inn um bakdyrnar og vera meðal efstu 10 í hverri viku. Það er ágætt að fá ágætan launatékka, en það er virkilega ekki það sem kemur adrenalíninu af stað.“
Rory myndi svo gjarnan vilja vera að keppa til sigurs, en það er nokkuð sem hann stefnir að um næstu helgi á The Players Championship.
McIlroy trúir því að leikur hans sé stöðugri, en hann þarfnast 4 stöðugra hringja í stað þriggja til þess að eiga sjéns á sigri.
„Þetta (topp-10 árangur) er ekki það sem ég vil en þetta stefnir í rétta átt,“ sagði Rory. „Ég er að taka framförum svolítið í hverri viku. Vonandi á einhverri af þessum helgum smellur þetta allt saman (og endar með sigri)!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024