Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 8. 2014 | 20:00

Viðtalið: Pétur Sigurdór Pálsson, GHG

Viðtalið í kvöld er við 12 ára sigurvegara Jaxlamóts Steingríms.  Hann hefir þrátt fyrir ungan aldur verið sigursæll m.a. á meistaramóti í klúbbnum sínum, GHG  og á Suðurlandsmótaröð barna og unglinga. Hér fer viðtalið:

Pétur Sigurdór Pálsson sigurvegari Jaxlamót Steingríms 2014. Mynd: GHG

Pétur Sigurdór Pálsson  (fyrir miðju) sigurvegari Jaxlamóts Steingríms 2014. Mynd: GHG

Fullt nafn:  Pétur Sigurdór Pálsson.

Klúbbur:   Golfklúbbur Hveragerðis (GHG). 

Hvar og hvenær fæddistu?   Í Reykjavík 8. janúar 2002.

Hvar ertu alinn upp? Í Hafnarfirði til 5 ára aldurs og Hveragerði til dagsins í dag.

Í hvaða starfi/námi ertu?  Grunnskólanum í Hveragerði.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Pabbi (Páll Sveinsson fgj. 11) og mamma (Arndís Mogensen fgj. 26) spila golf, Matthías eldri bróðir minn æfði en er hættur og kominn í tónlistina og litla systir mín , Rúrý 5 ára er byrjuð að slá!

Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði að slá þriggja ára á æfingasvæðinu við Setbergsvöll í Hafnarfirði.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Pabbi var að byrja og tók mig með. Mér fannst þetta svolítið gaman.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?   Skógarvelli.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?    Holukeppni.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?    Hlíðarvöllur í Mosfellsbæ.

Frá Hlíðarvelli í Mosfelsbæ , uppáhaldsgolfvelli Péturs Sigurdórs.

Frá Hlíðarvelli í Mosfelsbæ , uppáhaldsgolfvelli Péturs Sigurdórs.

Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – ef ekki hversu marga hefir þú spilað?  Ég hef spilað 14 velli á landinu.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Mig langar mest að spila Pebble Beach.

7. flötin á Pebble Beach ein mest ljósmyndaða golfhola í heimi .... og sá völlur erlendis, sem Pétri Steindór myndi mest langa til að spila á

7. flötin á Pebble Beach ein mest ljósmyndaða golfhola í heimi …. og sá völlur erlendis, sem Pétri Sigurdór myndi mest langa til að spila á … og hann á eflaust eftir að spila á í framtíðinni!

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?  Vestmannaeyjavöllurinn vegna umhverfisins, fjallanna og sjávarins…

Frá Vestmannaeyjavelli Mynd: eyjafréttir.is

Frá Vestmannaeyjavelli Mynd: eyjafréttir.is

Hvað ertu með í forgjöf?  22,2.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?    87 á 18 holum á Hlíðarvelli Mosfellsbæ og 41 á 9 holum í Gufudal Hveragerði.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Suðurlandsmeistari í 12 ára og yngri 2013, sigurvegari á Jaxlamóti GHG 2014, sigurvegari í Meistaramóti GHG 2013 12 ára og yngri.

Hefir þú farið holu í höggi?   Já, á 4. braut á par-3 vellinum á Hótel Örk, Hveragerði.

Spilar þú vetrargolf?  Stundum með pabba.

Pétur Sigurdór tók þátt í sveitakeppni GSÍ - Hér með sveit GHG. Mynd: Í eigu Péturs Sigurdórs

Pétur Sigurdór tók þátt í sveitakeppni GSÍ – Hér með sveit GHG. Mynd: Í eigu Péturs Sigurdórs

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Banana, flatköku með hangikjöti, vatn og Corny stöng.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?     Já, æfi körfubolta og hef æft fótbolta og badminton.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?  Plokkfiskur. Uppáhaldsdrykkur? Sódavatn. Uppáhaldstónlist? MuseBítlarnirPink Floyd Led ZeppelinDeep Purple Lenny Kravitz ofl. Uppáhaldskvikmynd?  Greatest Game Ever Played. Uppáhaldsbók? Hungurleikarnir og Uppáhaldsgolfbók?  Enn betra golf.

Notarðu hanska og ef svo er hverskonar? Já, Footjoy.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?   Henrik Stenson og Paula Creamer.

Hvert er draumahollið?   Ég, Henrik Stenson, Ricky Fowler og Rory McIlroy.

Pétur Sigurdór að spá í púttlínuna. Mynd: Í eigu Péturs Sigurdórs

Pétur Sigurdór að spá í púttlínuna. Mynd: Í eigu Péturs Sigurdórs

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?    Cobra AMP driver, Taylor Made Burner 5 tré, Cleveland Mashie hybrid, Cobra S3 járn, Cobra Trusty Rusty Lob Wedge og Odyssey White Hot #7 pútter. Ég nota yfirleitt Titleist bolta, Mizuno kerrupoka og Big Max kerru. Uppáhaldskylfan er Trusty Rusty lobbarinn!

Hefir þú verið hjá golfkennara – ef svo er hverjum?  Já, Sigga Hafsteins,  Gylfa B. Sigurjóns, Hlyni Geir Hjartarsyni, Einari Lyng og Ingvari Jónssyni.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? Allir frábærir en sá fyrsti var Siggi Hafsteins sem ég held svolítið mikið upp á.

Ertu hjátrúarfullur í golfinu og ef svo er hvernig birtist það?    Já, ég set alltaf eitt tí eftir upphafshöggið í boltahólfið!

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?   Að vera glaður og njóta þess!

Hvað finnst þér best við golfið?   Að vera úti í náttúrunni, hafa gaman og reyna að gera betur en sá sem ég er að spila við!

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?    60%,

Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Að einbeita sér og hreinsa hugann eftir léleg högg.