Evróputúrinn: Leik frestað 1. dag á Madeira Open vegna þoku
Í dag átti Madeira Open að hefjast í Clube de Golf do Santo da Serra á Madeira, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Mótið hófst hins vegar aldrei vegna þykkrar þoku. Þess er nú beðið að henni lyfti og kylfingar geti hafið leik, en þeir hafa þá 20 mínútur til upphitunnar áður en 1. hringur hefst. Til þess að fylgjast með stöðunni á Madeira Open SMELLIÐ HÉR:
Fjórir eiga möguleika á að verða nr. 1
Í dag hefst á PGA mótaröðinni The Players mótið, sem margir nefna 5. risamótið í golfinu. Það eru 4 kylfingar sem náð geta 1. sætinu á heimslistanum af Tiger Woods. Í fyrsta lagi er það Adam Scott. Hann verður að landa 16. sæti ásamt 1 öðrum kylfingi eða gera betur; í annan stað er það Henrik Stenson. Hann verður að landa 6. sæti ásamt 1 öðrum kylfingi eða gera betur. Í 3. lagi er það Bubba Watson, en hann verður að landa annaðhvort 1. eða 2. sætinu og að síðustu á Matt Kuchar möguleika, en til þess verður hann að sigra í mótinu. Allir þeirra hafa síðan áhrif á gengi Lesa meira
GSS: Vinnudagur í dag
Í dag, fimmtudaginn 8. maí 2013, kl. 17:30 verður vinnudagur á Hlíðarenda og er ætlunin að þrífa skálann og leggja hellur fyrir framan hann. GSS hvetjur sem flesta félaga til að mæta og hjálpa til.
Viðtalið: Jóna Sigríður Halldórsdóttir, GR – sigurvegari Lancôme mótsins 2014
Viðtalið í kvöld er við sigurvegara í Lancôme kvennamótinu á Strandarvelli á Hellu, 4. maí 2014. Sigurvegarinn fékk 41 punkt og það sem var óvenjulegt er var að hún kom úr forgjafarlægsta flokknum, en mótið er forgjafarskipt punktakeppni, þar sem keppt er í 3 forgjafarflokkum. Hér fer viðtalið við sigurvegara Lancôme í ár: Fullt nafn: Jóna Sigríður Halldórsdóttir. Klúbbur: GR. Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík, 27. febrúar 1989. Hvar ertu alin upp? Ég er alin upp í Kópavogi. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er í mastersnámi í matvælafræði og er einnig að vinna aukavinnu við HÍ, stefni á að útskrifast í febrúar 2015. Samhliða námi er ég í aukavinnu í Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Brendon Todd (6/25)
Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 20. sæti, en það er Brendon Todd. Todd lék eins og efstu 25 af peningalista Web.com Tour á Web.com Tour Finals, um stöðu og varð hann í 12. sæti og bætti því aðeins töðu sína við að taka þátt í því móti. Brendon Todd fæddist 22. júlí 1985 í Pittsburgh, Pennsylvaníu og er því 28 ára. Todd byrjaði í golfi 5 ára þegar hann fór á völlinn með pabba sínum og eldri bræðrum. Hann útskrifaðist í viðskiptafræði frá University of Georgia 2007, þar sem hann spilaði með golfliðinu Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Henrik Bjørnstad – 7. maí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Norðmaðurinn Henrik Bjørnstad. Hann fæddist 7. maí 1979 og er því 35 ára í dag. Bjørnstad er fyrsti kylfingur Norðmanna til þess að spila á PGA Tour en hann varð í 13. sæti á Q-school PGA 2005. Áður spilaði Bjørnstad á Evróputúrnum 1999 og 2001-2004. Fyrsta keppnistímabilið náði hann niðurskurði í 17 mótum af 31 sem hann spilaði í og varð 1 sinni meðal 10 efstu. Þessi árangur varð til þess að hann varð í 152. sæti á peningalista PGA Tour. Árið 2007-2009 spilaði Bjørnstad mestmegnis á Nationwide Tour. Árið 2009 tryggði Bjørnstad sér enn keppnisrétt á PGA Tour með því að verða meðal 25 efstu á peningalista Nationwide Tour. Reyndar Lesa meira
Jafnvel þeim bestu getur orðið á! – Myndskeið
Nú þegar hver stórvöllurinn á fætur öðrum fer að opna fyrir leik hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki úr vegi að minna kylfinga á að golfið er oft á tíðum pirrandi leikur. Þetta getur verið allt frá því að ná ekki bolta upp úr sandglompu og ná ekki boltum úr ómögulegum legum í að slá boltann í vatnshindrun eða út fyrir brautarmörk. Eða ekkert virðist ganga sama hvað gert er. Alltaf sama lummulega, slæma skorið! En það á ekki bara við um þá sem eru að dusta rykið af settinu og fara að spila nú í sumar heldur eiga þeir allra bestu líka sínar frústrerandi stundir á vellinum! Það sem verra Lesa meira
GK: Yfirsáning í Hraunið
Á heimasíðu Golfkklúbbsins Keilis í Hafnarfirði (GK) má finna eftirfarandi fréttatilkynningu, en Hvaleyrarvöllur var opnaður fyrir leik á sumarflatir nú í vikunni: „ Í dag (miðvikudaginn 7. maí) er verið að yfirsá í flatirnar í hrauninu. Þetta getur valdið einhverri truflun fyrir kylfinga, en við reynum okkar besta til að halda fólki ánægðu. Þeir sem leikið hafa völlinn í ár hafa tekið eftir því að önnur flötin er frekar illa farin. Við munum yfirsá í hana í dag og setja dúk yfir. Þetta verður gert til að hraða spírun á fræjum eins mikið og hægt er. Þetta þýðir að við verðum að færa út af flötinni næstu daga á meðan Lesa meira
Tölfræði um The Players
The Players meistaramótið er mót vikunnar á PGA Tour. Og hvort sem ykkur finnst nú The Players Championship vera verðugt 5. risamót eins og margir halda fram eða sé bara eins og hvert annað mót á PGA Tour með stjörnukylfingakraðaki þá er eitt víst að sigurvegarinn í mótinu er nánast alltaf meðal topp-100 á heimslistanum. Það þarf að fara allt aftur 12 ár þar til finnst leikmaður sem ekki hefir verið meðal efstu 100 á heimslistanum, en það er Craig Perks sem sigraði á the Players 2002 og var í 199. sæti á heimslistanum. Staða sigurvegara the Players á heimslistanum: 2007-2013 Ár Leikmaður Staða á heimslista 2013 Tiger Woods 1 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Lee Westwood? (4/4)
Lee Westwood á heimslistanum Westwood komst fyrst á topp-10 á heimslistanum í júlí 1998 og var samtals 160 vikur á topp-1- frá þeim tíma og fram til ágúst 2001. Um miðbik ársins 2002 var Westy ekki einu sinni meðal topp-100. Seint á árinu 2003 var hann hins vegar aftur meðal 100 bestu í heiminum og var á bilinu topp-20-topp-80 á árunum 2004-2007. Snemma árs 2008 sneri hann aftur á topp-20 þar sem hann hefir verið mestan partinn síðan en nú í maí 2014 er hann hins vegar í 30. sæti heimslistans. Í árslok 2008 var hann líka stutt á topp-10 og síðan aftur 2009, eftir gott gengi á PGA Championship Lesa meira










