Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 23:00

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Kristófer Orri sigurvegari í piltaflokki

Það var Kristófer Orri Þórðarson, GKG, sem sigraði í piltaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Garðavelli, á Akranesi nú fyrr í dag.

Kristófer Orri lék á samtals 12 yfir pari, 156 höggum (82 74).  Lokahringurinn var sérlega glæsilegur en Kristófer Orri bætti sig um 8 högg frá deginum áður; fékk 1 fugl og 3 skolla.

Í 2. sæti varð klúbbfélagi Kristófers Orra, Aron Snær Júlíusson, GKG, 7 höggum á eftir á samtals 19 yfir pari 163 höggum (81 82).

Í bronssætinu var síðan Björn Óskar Guðjónsson, GKJ, enn 2 höggum á eftir, á samtals 21 höggi yfir pari, 165 höggum (84 81).

Alls luku 21 keppni í piltaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 og má sjá heildarúrslit hér að neðan:

1 Kristófer Orri Þórðarson GKG 1 F 37 37 74 2 82 74 156 12
2 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 42 40 82 10 81 82 163 19
3 Björn Óskar Guðjónsson GKJ 4 F 41 40 81 9 84 81 165 21
4 Tumi Hrafn Kúld GA 5 F 39 44 83 11 83 83 166 22
5 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 1 F 39 42 81 9 86 81 167 23
6 Ævarr Freyr Birgisson GA 4 F 43 42 85 13 82 85 167 23
7 Þorkell Már Júlíusson GK 13 F 44 42 86 14 83 86 169 25
8 Theodór Ingi Gíslason GR 5 F 40 45 85 13 86 85 171 27
9 Vikar Jónasson GK 6 F 48 40 88 16 84 88 172 28
10 Kristinn Reyr Sigurðsson GR 4 F 43 43 86 14 86 86 172 28
11 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 7 F 46 44 90 18 82 90 172 28
12 Ernir Sigmundsson GR 5 F 47 43 90 18 83 90 173 29
13 Sverrir Ólafur Torfason GKG 10 F 45 44 89 17 89 89 178 34
14 Arnór Harðarson GR 9 F 44 45 89 17 90 89 179 35
15 Ottó Axel Bjartmarz GO 7 F 48 46 94 22 87 94 181 37
16 Ásbjörn Freyr Jónsson GKG 10 F 45 43 88 16 95 88 183 39
17 Sigurður Erik Hafliðason GR 8 F 44 48 92 20 92 92 184 40
18 Bragi Arnarson GKJ 11 F 46 48 94 22 93 94 187 43
19 Jón Frímann Jónsson GR 11 F 45 49 94 22 98 94 192 48
20 Arnar Ingi Njarðarson GR 9 F 49 42 91 19 104 91 195 51
21 Hilmar Leó Guðmundsson GO 17 F 48 61 109 37 89 109 198 54