Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 15:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (1): Sunna Víðisdóttir sigraði í kvennaflokki á Nettó-mótinu

Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Nettómótinu, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina, en mótið er fyrsta mót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni.

Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar, hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari.

Sunna sýndi oft á tíðum snilldartakta á lokahringnum, setti m.a. niður glæsilegt 7 metra parpútt á par-4 11. brautinni og fékk 3 fugla í röð á brautum 14.-16 í Leirunni!

Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Sigurvegarinn Sunna Víðisdóttir, GR á 12. braut á Hólmsvelli í dag. Mynd: Golf 1

Í öðru sæti varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á 236 höggum,  en hún leiddi mest allt mótið.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á 12. braut á Hólmsvelli í dag. Mynd: Golf 1

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á 12. braut á Hólmsvelli í dag.  Hún leiddi mestallt mótið.  Mynd: Golf 1

Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari.

Karen Guðnadóttir, GS, stóð sig vel eins og alltaf!  Hér er hún á 10. braut í dag!  Mynd: Golf1

Karen Guðnadóttir, GS, stóð sig vel eins og alltaf! Hér er hún á 10. braut í dag! Mynd: Golf1

Heildarúrslitin í kvennaflokki 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014 (Nettó-mótinu) voru annars eftirfarandi:

1 Sunna Víðisdóttir GR -1 F 41 34 75 3 83 76 75 234 18
2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 1 F 39 39 78 6 80 78 78 236 20
3 Karen Guðnadóttir GS 2 F 40 41 81 9 82 77 81 240 24
4 Sara Margrét Hinriksdóttir GK 7 F 45 38 83 11 83 82 83 248 32
5 Berglind Björnsdóttir GR 1 F 43 41 84 12 82 83 84 249 33
6 Heiða Guðnadóttir GKJ 5 F 39 41 80 8 87 83 80 250 34
7 Signý Arnórsdóttir GK 2 F 39 40 79 7 83 90 79 252 36
8 Þórdís Geirsdóttir GK 4 F 43 40 83 11 85 84 83 252 36
9 Ingunn Einarsdóttir GKG 5 F 40 41 81 9 89 83 81 253 37
10 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 4 F 46 39 85 13 84 86 85 255 39
11 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 4 F 47 43 90 18 87 78 90 255 39
12 Særós Eva Óskarsdóttir GKG 6 F 44 40 84 12 90 88 84 262 46
13 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 11 F 40 43 83 11 98 93 83 274 58
14 Hansína Þorkelsdóttir GKG 9 F 46 42 88 16 95 96 88 279 63
15 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir GA 7 F 46 43 89 17 101 91 89 281 65
16 Jóna Sigríður Halldórsdóttir GR 12 F 48 42 90 18 103 94 90 287 71
17 Hrafnhildur Guðjónsdóttir GR 14 F 43 46 89 17 104 95 89 288 72

Sara Margrét Hinriksdóttir GKG varð í 4. sæti:

Sara Margrét Hinriksdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Sara Margrét Hinriksdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Berglind Björnsdóttir GR varð í 5. sæti:

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1