Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 10:00

GBE: Þórunn Sif með 50 punkta á Vormótinu! – Steinar Snær á besta skorinu

Í gær, 24. maí 2014, fór fram Vormót GBE á Byggðarholtsvelli á Eskifirði. Þátttakendur voru 40 (35 karl- og 5 kvenkylfingar). Keppnisfyrirkomulag var almennt þ.e. veitt 1 verðlaun fyrir efsta sætið í höggleik og 3 efstu sætin í punktakeppni. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Besta skor: Steinar Snær Sævarsson, GBE, 79 högg. Úrslit í punktakeppni: 1. sæti Þórunn Sif Friðriksdóttir, GBE,  50 punktar 2. sæti Steinar Snær Sævarsson, GBE, 38 punktar 3. sæti Guðmundur Halldórsson, GBE, 38 punktar 4. sæti Magnús Gunnar Eggertsson, GKF, 36 punktar

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 09:00

PGA: 4 í forystu fyrir lokahring Crowne Plaza – Hápunktar 3. dags

Það eru 4 kylfingar, sem eru í forystu á Crowne Plaza Invitational á Colonial í Fort Worth Texas: Japaninn Hideki Matsuyama og Chad Campbell, Chris Stroud og David Toms frá Bandaríkjunum. Allir eru þeir búnir að spila á samtals 7 undir pari, 203 höggum, hver. Á hæla þeirra aðeins 1 höggi á eftir, á 6 undir pari, er hópur 6 kylfinga;  Jimmy Walker, Kevin Chappell, Chris Kirk, Marc Leishman, Brian Harman og Tim Clark. Það er því allt galopið í mótinu og 10 efstu menn sem allir eiga góða möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar! Spennandi golfkvöld framundan!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring Crowne Plaza SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 08:30

LET: Kylie Walker leiðir enn í Hollandi

Skoski kylfingurinn Kylie Walker leiðir enn á Deloitte Ladies Open. Kylie er samtals búin að spila á 5 undir pari, 141 högg (69 72). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Kylie er Titiya Plucksataporn frá Thaílandi, á 3 undir pari 143 höggum (73 70). Fimm deila síðan 3. sætinu á samtals 2 undir pari, þ.á.m. hin sænska Camilla Lennarth. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Deloitte Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Björn enn efstur í Wentworth – Hápunktar 3. dags

Daninn Thomas Björn er enn efstur fyrir lokahring BMW PGA Championship í Wentworth klúbbnum, en hann er búinn að leiða alla keppnisdagana. Forysta hans er afgerandi en hann hefir 5 högga forystu á þann sem er í 2. sæti fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald. Björn er samtals búinn að spila á 15 undir pari, 201 högg (62 72 67) meðan Donald er á 10 undir pari, 206 höggum (64 70 73). Í 3. sæti er Shane Lowry á 9 undir pari og 4. sætinu deila þeir Rory McIlroy og Joost Luiten á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag BMW PGA Championship Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 22:45

Íslandsbankamótaröðin 2014 (1): Staðan e. fyrri dag

Fyrsta mótið á Íslandsbankamótaröðinni 2014 fór fram á Garðavelli hjá GL í dag.  Óhætt er að segja að mikið hvassviðri hafi sett svip sinn á skor keppenda í mótinu. Það voru 135 skráðir í mótið en 125 luku keppni í dag (95 karl- og 30 kvenkeppendur). Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR:  Helstu úrslit eftir 1. dag á Íslandsbankamótaröðinni eru eftirfarandi: Strákaflokkur (14 ára og yngri):  1 Ingvar Andri Magnússon GR 0 F 40 38 78 6 78 78 6 2 Sverrir Haraldsson GKJ 6 F 39 39 78 6 78 78 6 3 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 4 F 40 39 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 22:00

Íslandsbankamótaröðin mót nr. 1 á Garðavelli Akranesi 24. maí 2014

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 21:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): GK-ingar sigursælir í drengja- (Ólafur Andri) – og piltaflokki (Guðlaugur Bjarki)

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Í drengjaflokki voru 9 keppendur og þar var hlutskarpastur Ólafur Andri Davíðsson, GK á 83 höggum, sem jafnframt var besta skor keppninnar!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Ólafi Andra!!! Í 2. sæti varð Emil Árnason, GKG á 93 höggum og í 3. sæti varð klúbbfélagi Ólafs Andra, Þór Breki Davíðsson GK, á 94 höggum!!! Í piltaflokki voru þátttakendur 3 og sigurvegari Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK, en hann var á næstbesta skori mótsins, 86 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 21:00

Nordea: Birgir Leifur úr leik

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni. Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí. Birgir Leifur lék á samtals á 3 yfir pari, 143 höggum (69 74).  Niðurskurður var miðaður við samtals 1 undir pari og Birgir Leifur því 4 höggum frá því að komast í gegn. Efster í mótinu er heimamennirnir Matthias Bohlin, Fredrik Gustavson og Andreas Johannson, allir á samtals 8 undir pari, 134 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Landskrona Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 20:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): Freydís og Sigrún Linda bestar af kvenkylfingunum

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Það voru 8 kvenkylfingshetjur, sem luku keppni á Setbergsvelli í dag!  Enginn keppandi var í elsta forgjafarflokknum og aðeins 1 í telpnaflokki (forgjafarflokki 15-16 ára)  Freydís Eíríksdóttir, GKG og var hún jafnframt á besta skorinu af kvenkylfingunum, flottum 93 höggum í fremur erfiðum aðstæðum í Setberginu!!! Glæsilegt hjá Freydísi!!! 7 þátttakendur voru í stelpnaflokki (forgjafarflokki 14 ára og yngri) og stóðu þær sig allar vel, enda flestar að stíga sín fyrstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 20:00

Eimskipsmótaröðin: Bjarki og Guðrún Brá efst eftir fyrri dag Nettó-mótsins

Keppendur á Nettómótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru hafa lokið leik í dag og hafa þar með leikið 36 holur af 54 holum. Óhætt er að segja að verðrið hafi leikið keppendur grátt á þessu fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar en aðstæður til golfleiks voru mjög erfiðar á köflum.  Veðurspáin fyrir morgundaginn er heldur skárri en þá verður seinasti hringurinn leikinn, ræsing hefst kl 7:30 í fyrramálið. Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem leiðir í kvennaflokk en hún hafði einnig forystu eftir fyrri hringinn í dag. Guðrún Brá lék seinni hringinn á sex höggum yfir pari en þann fyrri á átta höggum yfir pari, hún er því Lesa meira