Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 05:00

GR: Anna María, Halla Björg, Óttar Helgi og Rúnar Óli sigruðu á Opna TaylorMade/Adidas

Fyrsta opna mót sumarsins, Opna TaylorMade/Adidas mótið í samvinnu við Örninn Golf, fór fram í gær, fimmtudaginn 29. maí í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðavelli. Alls tóku 171 kylfingur þátt í mótinu. Leikin var punktakeppni sem og höggleikur í þremur flokkum: Almennur flokkur karla, almennur flokkur kvenna og höggleikur karla með forgjöf 4,4 og lægri. Samhliða voru veitt verðlaun fyrir besta skor kvenna og nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni Almennur flokkur karla 1. sæti:  Óttar Helgi Einarsson GKG – 41 punktur 2. sæti:  Ragnar Baldursson GR – 40 punktar (19 punktar á seinni 9) 3. sæti:  Jón Ásgeir Ríkarðsson GK  – 40 punktar (18 punktar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 03:00

PGA: Rory efstur á Memorial – Hápunktar 1. dags

Rory McIlroy er efstur eftir 1. dag á Memorial mótinu, sem fram fer í Muirfield Village í Dublin, Ohio. Rory lék keppnisvöll Muirfield á 9 undir pari,  63 glæsihöggum; fékk 2 erni, 7 fugla og 1 skramba – skrautlegt skorkort það! Öðru sætinu deila þeir Bubba Watson, Paul Casey og Chris Kirk, 3 höggum á eftir Rory, þ.e. á 6 undir pari, 66 höggum. Fimmta sætinu deila 3 aðrir kylfingar enn höggi á eftir þ.e. allir á 5 undir pari, þ.e.: Keegan Bradley, Michael Thompson og JB Holmes. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Memorial Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 22:30

Strákarnir stóðu sig vel í Skotlandi!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, stóð sig stórvel á European Championship US Kids móti sem fram hefir farið í Gullane í Edinborg, Skotlandi. Mótið fór fram daganna 26.-29. maí 2014 og lauk í dag.  Þátttakendur í flokki 12 ára voru 72. Sigurður Arnar lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (70 74 77) og varð í 6. sæti!!! Kjartan Óskar Guðmundsson, NK keppti einnig í flokki 12 ára stráka líkt og Sigurður Arnar, og átti hringi upp á 84 87 81 og lauk keppni í 48. sæti. Sigurður Gauti Hilmarsson, NK tók þátt í flokki 10 ára og átti flotta hringi upp á 109 105 106.  Tveir íslenskir kylfingar tóku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björg Traustadóttir – 29. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Björg Traustadóttir, í Golfklúbbi Ólafsfjarðar (GÓ). Björg á afmæli 29. maí 1965 og er því 49 ára í dag.  Björg er klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar 2011 og sigraði auk þess í 1. flokki þ.e. forgjafarflokki 0-14 á Opna Lancôme mótinu 2012 á Hellu. Björg er gift og á 3 börn.  Sjá má nýlegt viðtal Gofl 1 við klúbbmeistara Ólafsfjarðar (Björgu) með því að  SMELLA HÉR:  Komast má af facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Björg Trausta (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:    Richard C. Metz (29. maí 1908 – 5. maí 1993); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 15:00

Stelpugolf tókst vel – Myndasería

Í dag fór fram Stelpugolf á Leirdalsvelli hjá GKG en Stelpugolfsdeginum lauk fyrir rúmri klukkustund nú. Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar sáu um útfærslu á Stelpugolfinu og var dagurinn í anda golfsýninga úti í heimi og boðið upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi. Markmið Stelpugolfs: * Að stuðla að hreyfingu og útivist kvenna á öllum aldri. * Að stuðla að aukinni vitund almennings á fjölskyldugildum í golfíþróttinni. * Að stuðla að aukinni þátttöku stúlkna í íþróttum. * Að efla kvennastarf í golfhreyfingunni. Golf 1 var á staðnum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 14:55

Stelpugolf á Leirdalsvelli hjá GKG – 29. maí 2014 – Myndasería

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 13:00

eGolf: Ólafur Björn í 28. sæti e. 1. dag á Sedgewick Classic mótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK tekur þátt í Sedgwick Classic mótinu, sem er mót á eGolf mótaröðinni. Mótið fer fram á „fyrrum heimaslóðum“ Ólafs Björns, Greensboro í Norður-Karólínu. Mótið hófst í gær og stendur til 30. maí þ.e. lýkur á morgun. Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn: „Lék fyrsta hringinn á Sedgefield Classic á 70 (E) höggum. Ég var í vandræðum með boltasláttinn í allan dag en með réttu hugarfari og skynsömum ákvörðunum náði ég að skila ágætu skori. Ég eyddi dágóðum tíma á æfingasvæðinu eftir hringinn og fór þaðan með mun betra sjálfstraust í slættinum. Ég er jafn í 28. sæti. Á rástíma kl. 08:10 í fyrramálið og er spenntur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 12:45

Sigurður Arnar efstur fyrir lokahringinn á US Kids móti!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er efstur á US Kids móti sem fram fer í Gullane golfklúbbnum í Skotlandi dagana 26.-29. maí 2014. Lokahringurinn verður spilaður í kvöld en fyrir hann er Sigurður Arnar í efsta sæti í flokki 12 ára stráka, sem hann deilir með 2 öðrum kylfingum, sem allir hafa leikið á samtals 144 höggum. Sigurður Arnar er eins og segir samtals búinn að spila á sléttu pari 144 höggum (70 74).  Það verður spennandi að fylgjast með hvað Sigurður Arnar gerir í kvöld! 4 aðrir íslenskir keppendur eru í mótinu: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK keppir einnig í flokki 12 ára stráka líkt og Sigurður Arnar, en er í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 12:00

Stelpugolf stendur yfir núna!

Í dag, Uppstigningardag 29. maí 2014 milli kl. 10-14 er Stelpugolfdagurinn á Leirdalsvelli hjá GKG í við Vífilstaði í Garðabæ. Þar býðst konum á öllum aldri frí golfkennsla á 6 æfingastöðvum úr hendi 10 golfkennaranema. Herrar eru að sjálfsögðu velkomnir.  Tilboð er á vallargjöldum á Mýrinni, 9 holu golfvelli GKG. SNAG (Starting New At Golf) kennsla á staðnum! Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí til að stuðla að aukinni þátttöku kvenna í golfi og auka fjölskylduímynd íþróttarinnar. Golfkennaranemar munu sjá um glæsilegan golfdag þann 29. maí í GKG Garðabæ  í anda golfsýninga úti í heimi og bjóða upp á fría kennslu fyrir allar konur og stúlkur á Íslandi. Markmið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 10:00

Birgir Leifur á 1 undir pari e. 2. dag Jyske Bank PGA Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  hóf  í gær keppni í Jyske Bank PGA meistaramótinu sem fer fram í  Silkeborg Ry golfklúbbnum, en mótið er hluti af Ecco mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 28.-30. maí 2014 og er þetta stórt mót en þátttakendur eru 169. Leikið er á tveimur golfvöllum Ry Kildebjerg sem er par-72 golfvöllur og Silkeborg sem er par-71 golfvöllur. Birgir Leifur lék fyrsta hring á 1 undir pari, 71 höggi (Ry Kildebjerg) og á pari Silkeborg vallarins 71 höggi, í dag og er í 9. sæti sem stendur. Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila hringina tvo á 1 undir pari. Annar hringurinn stendur yfir. Til þess að Lesa meira