Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 13:00

eGolf: Ólafur Björn í 28. sæti e. 1. dag á Sedgewick Classic mótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK tekur þátt í Sedgwick Classic mótinu, sem er mót á eGolf mótaröðinni.

Mótið fer fram á „fyrrum heimaslóðum“ Ólafs Björns, Greensboro í Norður-Karólínu.

Mótið hófst í gær og stendur til 30. maí þ.e. lýkur á morgun.

Á facebook síðu sína skrifaði Ólafur Björn:

„Lék fyrsta hringinn á Sedgefield Classic á 70 (E) höggum. Ég var í vandræðum með boltasláttinn í allan dag en með réttu hugarfari og skynsömum ákvörðunum náði ég að skila ágætu skori. Ég eyddi dágóðum tíma á æfingasvæðinu eftir hringinn og fór þaðan með mun betra sjálfstraust í slættinum.

Ég er jafn í 28. sæti. Á rástíma kl. 08:10 í fyrramálið og er spenntur fyrir að spila í aðeins minni hita en í dag. Ég drakk um það bil hálfan lítra af vatni á hverri holu áðan og því var alls ekki ofaukið.“

Til þess að fylgjast með stöðunni á The Sedgefield Classic SMELLIÐ HÉR: