Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 09:35

Evróputúrinn: Nordea Masters hófst í morgun

Nordea Masters mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, en það fer fram á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð. Þegar þetta er ritað (kl. 9:30)  er Skotinn Stephen Gallacher í forystu, er á 13. holu kominn 5 undir par. Margir eru á hæla honum á 4 undir pari og nokkrar holur óspilaðar og margir hafa ekki einu sinni hafið leik. Margt getur því enn breyst eftir því sem líður á daginn Hér má fylgjast með skortöflu á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 01:00

Mallory Blackwelder vann fyrsta titil sinn á Symetra Tour!

Mallory Blackwelder vann fyrsta titil sinn á Symetra Tour, þegar hún sigraði á 2014 Symetra Classic, sem fram fór í  Charlotte, Norður-Karólínu,  en mótinu lauk, laugardaginn 24. maí s.l. Hún vann sér inn sigur sinn með virkilega lágu skori lokadaginn, 67 höggum, en hún var samtals á 10 undir pari, 206 höggum og átti 2 högg á þá sem varð í 2. sæti Emily Talley. Það lítur því vel út með að Mallory takist ætlunaverk sitt um að komast á LPGA túrinn, en það er mikið markmið hennar að gera svo og feta þannig í fótspor móður sinnar, Myru Blackwelder. „Tilfinningin er frábær,“ sagði Mallory í viðtali við SymetraTour.com. „Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 17:15

Rory á að hafa sagt Caroline upp með 3 mínútna símtali

Smáatriðin um hvernig sambandsslitin milli Rory og Caroline áttu sér stað eru byrjuð að flæða um alla fjölmiðla. Og Rory fær sennilega ekki nafnbótina „kærasti ársins.“ Það nýjasta er nefnilega að hann eigi að hafa sagt Caroline upp eftir stutt, 3 mínútna símasamtal. Hvað skyldi nú hafa verið það versta við það? Caroline hélt að Rory væri að djóka! A.m.k. ef hafa má fyrir satt það sem blaðamaður The Times Neil Harman sagði í grein um Rory og Caro, en þar sagði: „Síðasta skiptið sem hann (Rory) hringdi, var minna en degi eftir að hann sagði henni hversu mjög hann elskaði hana og það var 3 mínútna samtal, sem hún hélt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 17:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Alex Aragon (17/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 9. sæti, en það er  Alex Aragon.  Aragon lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 37. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert. Alex Aragon fæddist 11. mars 1979 í Mexico City í Mexico og er því 35 ára.  Aragon byrjaði í golfi vegna þess að pabbi hans, Enrique, „elskar golf meira en nokkur í heiminum elskar golf.“ Aragon var í Torrey Pines menntaskólanum, í Kaliforníu Aragon spilaði í bandarísku háskólagolfinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Bergmann Gunnarsson – 28. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Bergmann Gunnarsson .  Gunnar er fæddur 28. maí 1957 og því 57 ára í dag.  Hann er í Golklúbbnum Keili og mun verja afmælisdeginum við golfleik.  Gunnar er kvæntur Öglu Hreiðarsdóttur og eiga þau Karenu, Þóreyju og Gunnar Bergmann yngri. Komast má á facebook síðu Gunnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnar Bergmann Gunnarsson, GK (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bob Shearer, 28. maí 1948 (66 ára);  Shelley Hamlin, 28. maí 1949 (65 ára);  Michael Charles Brisky, 28. maí 1965 (49 ára); Jeff Gove, 28. maí 1971 (43 árs); Denise Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 14:00

EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 26. sæti á Adamstal Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR,  tók þátt í Adamstal Open, en mótið fór fram í Golfclub Adamstal í Austurríki. Upphaflega átti þetta að vera 54 holu mót, sem átti að fara fram 26.-28. maí 2014 en mótið var að lokum stytt í 18 holu mót vegna óveðurs. Þórður Rafn hafnaði í 26. sæti með hring upp á 2 yfir pari, 72 högg. Sigurvegari í mótinu var Þjóðverjinn Matthías Knappe sem lék á 5 undir pari, 65 höggum eftir bráðabana við austurríska áhugamanninn, Sebastian Wittmann.   Til þess að sjá lokastöðuna í Adamstal Open  SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 13:30

Wozniacki tapaði á Opna franska eftir sambandsslitin við Rory

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki er dottin út úr Opna franska eftir tap fyrir belgísku stúlkunni Yaninu Wickmayer. Caroline tapaði fyrsta leik sínum og síðan lotunni allri með skor upp á 7-6, 4-6, 6-2. Í viðtali við blaðamenn eftir tapið bað Wozniacki þá að virða einkalíf sitt og spyrja ekki um sambandsslitin við Rory. „Það eina sem ég hef að segja um það er að ég þakka öllum fyrir stuðninginn og fallegu skilaboðin,“ sagði Caroline. „Það var fallega gert. Það sem gerist í einkalífi mínu vil ég halda milli mín og minna nánustu.  Ég verð bara að halda áfram.“ Aðspurð hvort erfitt hefði verið að einbeita sér að mótinu vegna þess sem gerst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 12:30

Gary Player 78 ára sendir frá sér 3 DVD diska og sýnir að hann er enn í góðu formi – Myndskeið

Golfgoðsögnin Gary Player hefir sent frá sér 3 DVD diska sem nefnast Gary Player: A game for life. Á þessum diskum gefur að finna góð golfráð, einnig varðandi mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu formi í golfinu, en Gary Player var einn af þeim fyrstu sem stundaði líkamsrækt samhliða keppnisgolfi og gerði sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir golfið. Á 3. disknum tekur Peter Kessler viðtal við Player og þar sýnir Player, Kessler æfingarnar sem hann er búinn að gera að rútínu sinni í æfingasalnum. Hann hefir löngum gert miklar endurtekningar í æfingum sem hann gerir og er þekktur fyrir að lyfta lóðum. Player leggur einnig sérstaka áherslu á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 11:00

Jóel Gauti, Sigurður Arnar og Bragi keppa í US Kids móti í Skotlandi

Bragi Aðalsteinsson, Jóel Gauti Bjarkason og Sigurður Arnar Garðarsson eru þessa dagana að keppa í Evrópumóti U.S.Kids mótaraðarinnar í Skotlandi, en mótið fer fram á Gullane vellinum (Sigurður í 12 ára flokki), og Luffness vellinum (Bragi og Jóel í 15-18 ára flokki). Drengjunum gekk vel á fyrsta degi í gær, en Bragi lék á 74 höggum og er í 6. sæti og Jóel Gauti lék á 75 og er í 13 sæti. Sigurður Arnar lék sérlega vel 70 höggum og er 2 undir pari og er í fyrsta sæti ásamt 4 öðrum.   Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, fylgir þeim í mótið. Derrick þekkir vellina vel enda eru þetta hans æskuslóðir. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 10:30

Jimenez einn af 25 sem fá undanþágu til að spila í Opna bandaríska

Vélvirkinn, m.ö.o. spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez var meðal 25 kylfinga sem tilkynnt var um á þriðjudag að fengju undanþágu til þess að spila á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer í næsta mánuði, þ.e. 12.-15. júní í Pinehurst, Norður-Karólínu. Bandaríska golfsambandið (US Golf Association) sagði að Jimenez hefði verið í 2. sæti árið 2000 á Opna bandaríska og hinir hefðu fengið undanþágu á grundvelli þess að þeir hefðu verið meðal efstu 60 kylfinga á heimslistanum miðað við mánudaginn s.l. Tilkynningin kom minna en 10 dögum frá því að hinn 50 ára Jimenez bætti eigið aldursmet þegar hann vann í eftirminnilegum bráðabana á Opna spænska. 14 af 21 titli Jimenez hafa Lesa meira