Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2014 | 12:45

Sigurður Arnar efstur fyrir lokahringinn á US Kids móti!

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG er efstur á US Kids móti sem fram fer í Gullane golfklúbbnum í Skotlandi dagana 26.-29. maí 2014.

Lokahringurinn verður spilaður í kvöld en fyrir hann er Sigurður Arnar í efsta sæti í flokki 12 ára stráka, sem hann deilir með 2 öðrum kylfingum, sem allir hafa leikið á samtals 144 höggum.

Sigurður Arnar er eins og segir samtals búinn að spila á sléttu pari 144 höggum (70 74).  Það verður spennandi að fylgjast með hvað Sigurður Arnar gerir í kvöld!

4 aðrir íslenskir keppendur eru í mótinu: Kjartan Óskar Guðmundsson, NK keppir einnig í flokki 12 ára stráka líkt og Sigurður Arnar, en er í 53. sæti! Sigurður Gauti Hilmarsson, NK tekur þátt í flokki 10 ára og er í 61. sæti í sínum flokki.

Jóel Gauti Bjarkason, GKG er í 9. sæti og Bjarki Aðalsteinsson, GKG,  í 12. sæti í flokki 15-18 ára pilta.

Engin íslenskur kvenþátttakandi er í mótinu.

Fylgjast má með gengi íslensku keppendanna á US Kids mótinu með því að SMELLA HÉR: