Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind efst á glæsilegu 1 undir pari e. 1. dag á Hellu

Berglind Björnsdóttir, GR er efst eftir 1. dag á Hellu og eini kvenkylfingurinn sem  lék undir pari, þ.e. var á 1 undir pari, 69 höggum!!!  Reyndar var Berglind sú eina auk Heiðars Davíðs sem er efstur í karlaflokki sem lék 1. hring undir pari í mótinu! Berglind spilar með UNGC í bandaríska háskólagolfinu og kemur greinilega sterk til leiks nú í sumar! Á hringnum fékk Berglind 3 fugla (á 5. 10. og 15. holu) og einn skramba (á par-3 8. holunni!). Í 2. sæti er Sara Margrét Hinriksdóttir, GK og í 3. sæti á 2 yfir pari, 72 höggum og í 3. sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 16:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Heiðar Davíð efstur eftir 1. dag á Hellu

Heiðar Davíð Bragason, GHD, er efstur eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu á Hellu. Heiðar Davíð lék á 1 undir pari, 69 höggum og er sá eini sem er undir pari eftir 1. dag. Hann fékk 3 fugla (á 5., 10. og 11. holu) og 2 skolla (á 3. og 6. holu). Í 2.-4. sæti á sléttu pari, 70 höggum  eru þrír kylfingar: GR-ingarnir Árni Freyr Hallgrímsson og Hákon Harðarson og eins Fylkir Þór Guðmundsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Í 5. – 8. sæti á 1 yfir pari; 71 höggi pari eru þeir: Gísli Sveinbergsson, GK; Andri Þór Björnsson og Stefán Þór Bogason báðir í GR og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Gíslason ——- 30. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Þórir Gíslason oft kenndur við Burkna. Þórir fæddist 30. maí 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Þórir er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (67 ára); Sverrir Friðþjófsson, GR, 30. maí 1950 (64 ára); Michael Clayton, 30. maí 1957 (57 ára); Rubén Alvarez, 30. maí 1961 (53 ára); Jerry Springer, 30. maí 1968 (46 ára); Audrey Wooding, 30. maí 1970 (44 ára)  ….. og …..   Eidur Ísak Broddason (19 ára) HólaPrjónn Ingu (55 ára) Jason Wright (27 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 14:00

Harrington segir Rory hugrakkan að slíta trúlofuninni

Nú hefir Írinn Padráig Harrington, sem ekki komst í gegnum úrtökumót og keppir því ekki í Opna bandaríska í næsta mánuði, stígið á stokk og kemur fram í fjölmiðlum og tjáir sig þar um sambandsslit Rory og Caroline. Vakið hefir nokkra athygli að hann virðist dást að Rory og segir ákvörðun hans að slíta trúlofuninni við tennisstjörnuna Caroline Wozniacki „vogaða“ og Rory því hugrakkan. Meðal þess sem Harrington lét fara frá sér var að ef Rory hefði verið í einhverjum vafa, hefði til langs tíma litið verið rétt að slíta trúlofuninni. „Allir voru undrandi,“ sagði Harrington, sem stendur í stórræðum, þó ekki taki hann þátt í Opna bandaríska, en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 12:00

PGA: Paul Casey með lægsta hring sinn á PGA frá 2011

Paul Casey, sem ásamt Chris Kirk og Bubba Watson er í 2. sæti, 3 höggum á eftir Rory McIlroy eftir 1. dag  Memorial mótsins í Dublin, Ohio, átti sinn lægsta hring í PGA móti frá árinu 2011, 6 undir pari, 66 högg. Hann hefir ekki átt svona hring frá því á Wyndham Championship árið 2011, sama móti og Ólafur Björn „okkar“ Loftsson tók þátt í. Casey fékk m.a. glæsilegan örn á par-5 7. holunni, eftir að setja niður 11 metra arnarpútt. Um misgóðan árangur undanfarinna ára sagði Casey: „Gripið mitt var orðið of veikt og ég var farinn að vera of framarlega í stöðunni.“ Casey er nú með sveifluþjálfarann Peter Kostis, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Dantorp og Pepperell leiða e. 1. dag á Nordea Masters

Nordea Masters mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni, en það fer fram á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð. Eftir 1. dag leiða Englendingurinn Eddie Pepperell og heimamaðurinn  Jens Dantorp, en báðir spiluðu 1. hring Nordea Masters á 6 undir pari, 66 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir er hópur 5 kylfinga sem allir hafa spilað á 67 höggum, en þ.á.m. er Skotinn Stephen Gallacher. Hér má fylgjast með skortöflu á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 09:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Egils Gull mótið hefst á Hellu í dag

Annað mót Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótið hefst á Hellu í dag. Keppendur sem hafa skráð sig til leiks eru 108 þar af 85 karl- og 23 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum hafa 5 verið í/eru í  bandaríska háskólagolfinu en af karlkylfingunum eru það 14, sem annaðhvort hafa verið, eru eða eru á leiðinni þangað. Það verður sérlega spennandi að sjá hvernig krökkunum okkar sem hafa verið við nám og keppni í Bandaríkjunum gengur; en af oafngreindum kylfingum mætti nefna að Sunna Víðisdóttir, GR, sem er við nám í Elon sigraði síðustu helgi á Nettó-mótinu í Keflavík og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er í Fresno State í Kaliforníu varð í 2. sæti.  Sunna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 08:00

eGolf: Ólafur Björn úr leik

Það munaði aðeins 1 höggi að Ólafur Björn Loftsson, NK kæmist í gegnum niðurskurð á Sedgewick Classic mótinu, sem er hluti af eGolf Tour og fer fram í Greensboro, Norður-Karólínu dagana 28.-30. maí 2014. Ólafur Björn lék samtals á 2 yfir pari, 142 höggum (70 72) og komst ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 1 yfir pari. Þetta hljóta að vera gríðarleg vonbrigði fyrir Ólaf Björn, en þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem aðeins munar 1 höggi hjá honum á móti í Norður-Karólínu. Skemmst er að minnast þess að árið 2011 munaði aðeins 1 höggi að Ólafur Björn næði að spila um helgina á PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 07:00

LET Access: Valdís Þóra hóf keppni á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í OCA Augas Santas International Ladies Open, sem fram fer á  Augas Santas Balneario & Golf golfstaðnum í Lugo á Spáni. Mótið hóst í gær og stendur dagana 29.-31. maí 2014. Valdís Þóra lék fyrsta hring á 7 yfir pari, 77 höggum og deilir 50. sæti eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á OCA Augas Santas International Ladies Open með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 06:00

LEK: 158 tóku þátt í Opna Ping mótinu

Það var stanslaust stuð í gær á Hvaleyrinni. 158 LEK kylfingar skráðu sig til leiks, þar af 31 kvenkylfingur. Eins og oft áður þá blésu vindar aðeins, bara til að láta minna á sig. Fyrir þá sem ekki vita þá stendur LEK  fyrir Landssamtök Eldri Kylfinga. Samtökin voru stofnuð í Borgarnesi að frumkvæði Sveins Snorrasonar lögfræðings og fyrrum forseta GSÍ að afloknu landsmóti eldri kylfinga sumarið 1985. Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Það hefur verið ævintýraleg fjölgun á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum landsins og er þá Lesa meira