GÁS: Ásatúnsvöllur í fínu standi
Í dag er 15 stiga hiti og sól og tilvalið að skreppa austur fyrir fjall á glæsilegan Ásatúnsvöll. Fyrir þá sem ekki vita hvar Ásatúnið er þá er fyrst keyrt á Selfoss og úr bænum og tekinn afleggjari til vinstri og keyrt sem leið liggur að Flúðum. Þaðan er vegvísum fylgt í Ásatúnið. Völlurinn er í fínu standi. Spilaðu í flottu umhverfi og njóttu veðurblíðunnar, komdu á Ásatúnisvöll!
Guðlaugur B. Sveinsson sigraði í Læknagolfi
Þriðjudaginn 10. júní í s.l. viku fór fram Læknagolf mótið á Hvaleyrarvelli, í Hafnarfirði. Þátttakendur voru 21 læknir, allt karlkylfingar, en enginn kvenkylfingslæknir með að þessu sinni. Heimamaðurinn Guðlaugur B. Sveinsson, GK, sigraði glæsilega á 81 höggi og var jafnframt einnig efstur í punktakeppnishlutanum á 36 punktum ásamt Hrafnkatli Óskarssyni, GKB, sem jafnframt var í 3. sæti í höggleikshlutanum á 85 höggum. Í 2. sæti í höggleikshlutanum varð Guðmundur Arason, GR, einnig á 85 höggum (en lék seinni 9 betur en Hrafnkell á 44 höggum). Í 3. sæti í punktakeppnishlutanum varð síðan Snorri Einarsson, GKG, á 31 punkti. Heildarúrslitin í höggleikshluta Læknagolf mótsins má sjá hér að neðan: 1 Guðlaugur Lesa meira
US Open 2014: Rory segir Kaymer ekki mega leggjast í vörn
Þýski fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer, er að sýna stórglæsilegan leik á Opna bandaríska og sem stendur lítur út fyrir að hann mundi standa uppi sem sigurvegari ef fram heldur sem horfir. Í hálfleik er hann á 10 undir pari, 130 höggum (65 65) og á 6 högg á þann sem næstur kemur… Brendon Todd. Rory McIlroy, sem er 9 höggum á eftir Kaymer telur að Kaymer þurfi aðeins tvo hringi upp á slétt par til þess að ná titlinum, en telur að til þess að svo megi verða verði Kaymer að vera með báða fætur á jörðinni og spila skynsamlega. „Ef ég væri Martin myndi ég vonandi Lesa meira
US Open 2014: Kaymer enn á 65 og efstur í hálfleik
Martin Kaymer er enn efstur í hálfleik á Opna bandaríska risamótinu í Pinehurst, Norður-Karólínu. Kaymer setur hvert metið á fætur öðru en skor hans á 1. keppnisdegi, 65 högg, var lægsta skor á Opna bandaríska og í gær endurtók hann leikinn og var aftur á 65 höggum. Samtals er Kaymer því á 10 undir pari, 130 höggum (65 65) og á 6 högg á næsta keppanda. Í 2. sæti er nýliðinn á PGA Tour Brendon Todd, á samtals 4 undir pari, 124 höggum (69 67) og þriðja sætinu deila Brandt Snedeker og Kevin Na, báðir á 3 undir pari. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Opna bandaríska SMELLIÐ Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Særós Eva Óskarsdóttir – 13. júní 2014
Það er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG, sem er afmæliskylfingur dagsins. Særós Eva er fædd 13. júní 1995 og því 19 ára í dag. Særós Eva er í afrekskylfingahóp GSÍ og spilar á Eimskipsmótaröðinni, er m.a. með í Símamótinu í Borgarnesi, sem fram fer 13.-15. júní 2014. Særós Eva Óskarsdóttir sigraði á 7. og síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2013 í stúlknaflokki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Særós Eva Óskarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ben Arda f. 13. júní 1929–d. 20. desember 2006; Richard McEvoy, 13. júní 1979 (35 ára); In Kyung Kim 13. júní Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Anna Sólveig og Karen deila forystunni e. 1. dag Símamótsins
Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Karen Guðnadóttir, GS eru efstar og jafnar eftir 1. dag 3. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótsins. Báðar hafa leikið Hamarsvöll á 2 yfir pari, 73 glæsihöggum! Anna Sólveig fékk tvo fugla, tvo skolla og 1 skramba meðan Karen var með 2 fugla og 4 skolla. Þriðja sætinu deila Tinna Jóhannsdóttir, GK og Sunna Víðisdóttir, GR; báðar aðeins 1 höggi á eftir forystukonum 1. dags. Í 5. sæti er síðan sigurvegari Egils Gullmótsins, Berglind Björnsdóttir, á 4 yfir pari, 75 höggum. Sjá má heildarstöðuna í kvennaflokki Símamótsins eftir 1. dag hér að neðan: 1 Karen Guðnadóttir GS 3 F 36 37 73 2 73 73 2 2 Anna Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Kristján Þór efstur á glæsilegum 68 e. 1. dag!
Kristján Þór Einarsson, GKJ, er efstur eftir 1. dag 3. móts Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótsins, sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi. Hann lék Hamarsvöll á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum á hring þar sem hann fékk 5 fugla og 1 skramba. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er í öðru sæti en hann lék á 69 höggum eða 2 höggum undir pari. Í þriðja sæti er Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar á 70 höggum eða 1 höggi undir pari. Í 4. sæti er síðan Gísli Sveinbergsson úr GK á sléttu pari, 71 höggi og 4 deila 5. sætinu: Björgvin Sigurbergsson, GK; Bjarni Sigþór Sigurðsson, GS, Lesa meira
Wet n´Wild! – Myndskeið
Fjórir félagar fóru að spila golf á Hvaleyrarvelli og ekki vildi betur til en svo að einn þeirra sló bolta sinn í tjörnina sem ver 9. flötina. Ólíkt mörgum öðrum, sem velja auðveldu leiðina, taka bara víti og halda áfram ákvað félaginn að fara úr skóm og sokkum vaða út í tjörnina og reyna að slá boltann úr tjörninni og inn á flöt. Það er um að gera að reyna að vera djarfur af og til í golfinu, því ef maður prufar ekki þá veit maður aldrei ….. Félagar kylfingsins tóku fyndna tilraun hans til þess að slá boltann upp úr tjörninni upp á farsíma og má sjá afraksturinn með því að SMELLA Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra á 73 e. 1. hring í Frakklandi
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hóf í dag keppni á Open Generali de Dinard mótinu. Mótið fer fram í hitabylgjunni í Dinard Golf Club í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi. Valdís Þóra lék 1. hring á Dinard golfvellinum á 4 yfir pari, 73 höggum. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 4 skolla og einn slæman skramba. Sem stendur er Valdís Þóra í 29. sæti en það getur enn breyst því nokkrar eiga eftir að ljúka keppni. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Open Generali de Dinard mótinu SMELLIÐ HÉR:
US Open 2014: Kaymer efstur sem stendur, en hver vinnur mótið?
Eftir 1. dag er það Martin Kaymer, sem leiðir á Opna bandaríska risamótinu á glæsilegum 5 undir pari, 65 höggum! En hver kemur til með að sigra mótið? Veðbankar eru sammála um að Rory McIlroy þyki sigurstranglegastur. Hér má sjá sigurlíkur nokkurra vinsælustu kylfinganna skv. veðbönkunum: RORY MCILROY. Líkur á sigri: 12-1. Sigurlíkur Rory eru svo háar vegna þess annars vegar að hann hefir sigrað áður í Opnu bandarísku risamóti, 2011 og vegna þess að hann er aftur farinn að sigra í mótum eftir heldur langa lægð sbr. þegar hann landaði sigri á PGA BMW flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar í Wentworth í s.l. mánuði, jafnvel þó hann hafi daginn þegar mótið byrjaði sagt Lesa meira










