Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Símamótið hefst á Hamarsvelli í dag!
Þriðja mót Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótið, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag. Þátttakendur eru alls 98; 77 karl- og 21 kvenkylfingur. Meðal keppenda er núverandi Íslandsmeistari í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, en þetta er fyrsta mótið sem hann spilar í, á mótaröðinni, í ár. Eins tekur þátt í sínu fyrsta móti í ár margfaldur Íslandsmeistari Björgvin Sigurbergsson, GK (1995,1999,2000,2007). Þetta er jafnframt mikið „fjölskyldumót“ því sonur Birgis, Ingi Rúnar og börn Björgvins, einn af okkar bestu kvenkylfingum Guðrún Brá og sonur hans Helgi Snær taka einnig þátt í mótinu. Af öðrum fjölskyldutengslum mætti nefna að feðginin Guðmundur Arason GR og Íris Katla spila í mótinu; systurnar Heiða GKJ og Karen Guðnadættur, Lesa meira
US Open 2014: Kaymer leiðir e. 1. dag
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer hefir tekið 3 högga forystu á Opna bandaríska, 2. risamóti ársins, sem hófst í Pinehurst, Norður-Karólínu í dag. Kaymer átti glæsihring upp á 5 undir pari, 65 högg, fékk 6 fugla og 1 skolla á hringnum. Í 2. sæti 3 höggum á eftir Kaymer eru þeir Kevin Na, Brendon de Jonge og Graeme McDowell; allir á 2 undir pari, 68 höggum. Hópur 11 kylfinga deilir síðan 5. sætinu, allir á 1 undir pari, 69 höggum en þeirra á meðal eru Henrik Stenson, Matt Kuchar, Jordan Spieth og Dustin Johnson. Phil Mickelson byrjar ágætlega er á sléttu pari, 70 höggum, en Mickelson hefir s.s. kunnugt er orðið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurpáll Geir Sveinsson – 12. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurpáll Geir Sveinsson. Sigurpáll Geir fæddist 12. júní 1975 og er því 39 ára í dag. Sigurpáll er þekktastur í dag, fyrir að vera golfkennari, sem m.a. sér um allt afreksstarfhjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Eins er Sigurpáll Geir formaður PGA á Íslandi. Sigurpáll byrjaði í golfi árið 1989, þá 14 ára. Hann var í íslenska landsliðinu í golfi á árunum 1992-2003, en á þeim árum var hann í Golfklúbbi Akureyrar. Sigurpáll varð m.a. þrívegis Íslandsmeistari karla (1994, 1998 og 2002) og þrisvar sinnum í sveitakeppni. Árið 2003 gerðist Sigurpáll atvinnumaður. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að Lesa meira
Tiger ekki lengur tekjuhæstur!
Tilkynnt var í gær að box súperstjarnan Floyd Mayweather, væri hæstlaunaði íþróttamaður heims og velti hann þar með Tiger Woods úr sessi. Það var Forbes magazine sem tilkynnti um það í gær að Mayweather væri ríkasti íþróttamaðurinn með nettó laun upp á $105 milljónir. Mayweather var síðast á toppi listans með $85-milljóna tekjur árið 2012 og batt þar með endi á þráláta setu Tiger á listanum árin 2001-2011. Allt er því á niðurleið hjá meiddum Tiger; hann er ekki lengur tekjuhæstur og ekki lengur nr. 1 á heimslistanum. Mayweather og Tiger eru hins vegar þeir einu sem eru með meira en $100 milljónir í laun af íþróttamönnunum á Forbes listanum en því á Mayweather Lesa meira
Opna bandaríska hafið
Opna bandaríska er hafið í Pinehurst N-Karólínu. Fylgjgast má með gengi keppenda á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
GS: Opna EGF kvennamótið n.k. laugardag
Laugardaginn 14. júní fer fram Opna EGF kvennamótið á Hólmsvelli í Leiru. Veitt verða verðlaun fyrir sex efstu sætin í punktakeppni og efsta sætið í höggleik án forgjafar. Einnig verða veitt nándarverðlaun á tveimur par-3 brautum vallarins og lengsta upphafshögg. Dregið verður úr skorkortum í mótslok. Allir þátttakendur í mótinu fá teiggjöf frá EGF. Ræst verður út af öllum teigum kl. 11.00 og er mæting eigi síðar en kl. 10.30. Veitingar verða í boði fyrir og eftir mót. Skráning í mótið fer fram á golf.is, mótsgjald er kr. 4.500,- Hámarksþátttaka er 92 konur. Vinningarnir eru glæsilegir: 1.sæti án forgjafar: EGF Lúxus gjafasett ásamt bókinni 5:2 Mataræðið með Lukku í Happ Lesa meira
EuroPro: Ólafur Björn með glæsilegan 2. hring upp á 67 högg!
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt i The FSC Invitational at the Astbury, sem er mót á EuroPro mótaröðinni. Mótið stendur dagana 11.-13. júní 2014. Ólafur spilaði fyrri hring á 5 yfir pari, 75 höggum, en seinni hringinn á glæsilegum 3 undir pari, 67 höggum!!! Sem stendur er Ólafur Björn þvi á 2 yfir pari, samtals 142 höggum (75 67). Á 2. hring fékk Ólafur Björn 4 fugla og 1 skolla. Sem stendur er þó ósennilegt að Ólafur komist i gegnum niðurskurð þrátt fyrir glæsilegt spil i dag. Til þess að fylgjast með Ólafi Birni á The FSC SMELLIÐ HÉR:
Adam Scott vill bæta árangur sinn á Opna bandaríska
Adam Scott vonast til ad bæta slakan árangur sinn á Opna bandaríska risamótinu nú í ár í Pinehurst, en mótið hefst likt og heimsmeistarakeppnin í fótbolta í dag! Frábær dagur þetta!!! Fyrrum Masters meistarinn tekur reglulega þátt orðið í öllum 4 risamótunum en Opna bandaríska hefir alltaf verið akkílesarhællinn hans, en hann hefir í 6 af 12 skiptum ekki komist í gegnum niðurskurð og besti árangur hans er T-15 árið 2012. En nú er Scott á toppi heimslistans eftir sigur á Crowne Plaza Invitational og eftir að hafa orðið í 4. sæti á the Memorial. Hinn 33 ára Scott viðurkennir að, að hans mati hafi honum ekki gengið nógu vel á Opna bandaríska og hann hafi reyndar ekkert komist að því hvað sé að hjá sér. “Mér hefir ekkert gengið of vel á Opna bandaríska. Það er erfitt ad benda á hvað er að,“ sagði Scott á blaðamannafundi fyrir mótið. “Ég hef áður sagt að skv. mínum eigin Lesa meira
Rory fær ráð hjá Jack Nicklaus
“Eg varði 2 tímum með Jack Nicklaus i síðustu viku á skrifstofu hans á Palm Beach og við áttum gott samtal um allt; viðskipti, golf, vörumerki, allt,“ sagði Rory í Pinehurst í gær. „Og mér finnst ég hafa grætt mikið á því.“ „Hann sagði við mig: ‘Hvernig í andsk… getur þú verið á 63 og síðan 78 (á fyrstu tveimur hringjunum á Nicklaus’ Memorial Tournament)’. Ég sagði: “Ég ætlaði mér ekki að vera það. Ég stefndi ekkert að því.“ „Hann sagði mér að hann hefði aldrei verið hræddur við að breyta atriðum á miðjum hring ef ekki gekk vel. Ef honum fannst hann ekki vera að sveifla vel, gerði hann bara breytingar þá og þar.“ (Innskot: Yfirleitt er varað við því í dag að gera breytingar á leik sínum í miðjum keppnum, líkt og Nicklaus segist hafa gert. Þær ber ad gera á æfingasvæðinu eftir keppnir, því annað Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rúnar Arnórsson – 11. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Rúnar Arnórsson. Rúnar er fæddur 11. júní 1992 og á því 22 ára afmæli í dag!!! Rúnar er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og er í afrekshóp GSÍ. Hann spilar á Eimskipsmótaröðinni, líkt og systir hans Signý Arnórsdóttir og þau urðu bæði stigameistarar GSI 2013! Rúnar mun spila í bandaríska háskólagolfinu í haust med golfliði University of Minnesota Sjá með því að SMELLA HER: Sjá má viðtal Golf 1 við Rúnar með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Rúnar Arnórsson (22 ára!!! – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bruce Plummer, 11. júní 1957 (57 Lesa meira










