Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2014 | 15:30

Wet n´Wild! – Myndskeið

Fjórir félagar fóru að spila golf á Hvaleyrarvelli og ekki vildi betur til en svo að einn þeirra sló bolta sinn í tjörnina sem ver 9. flötina.

Ólíkt mörgum öðrum, sem velja auðveldu leiðina, taka bara víti og halda áfram ákvað félaginn að fara úr skóm og sokkum vaða út í tjörnina og reyna að slá boltann úr tjörninni og inn á flöt.

Það er um að gera að reyna að vera djarfur af og til í golfinu, því ef maður prufar ekki þá veit maður aldrei …..

Félagar kylfingsins tóku fyndna tilraun hans til þess að slá boltann upp úr tjörninni upp á farsíma og má sjá afraksturinn með því að  SMELLA HÉR:

Höggið góða, sem færði Bill Haas $11 milljón í verðlaunafé á FedEx Cup umspilinu. Hann fór ekki einu sinni úr skónum!

Höggið góða, sem færði Bill Haas $11 milljón í verðlaunafé á FedEx Cup umspilinu. Hann fór ekki einu sinni úr skónum!

Hér má til samanburðar sjá frábært vatnshögg Bill Haas á Tour Championship árið 2011 SMELLIÐ HÉR: 

Eins má sjá enn eldra myndskeið þar sem Henrik Stenson slær 2. höggið sitt á 3. holu á World Golf Championship 2009 SMELLIÐ HÉR: 

Ef þið eruð með skemmtileg myndskeið eða sögur af vellinum, hvort heldur eru hrakfarir eða draumahöggin ykkar, ernir, fuglar eða pör sem þið viljið deila endilega sendið þau á golf1@golf1.is og við birtum golfsögurnar ykkar.