Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2014 | 07:00

US Open 2014: Kaymer enn á 65 og efstur í hálfleik

Martin Kaymer er enn efstur í hálfleik á Opna bandaríska risamótinu í Pinehurst, Norður-Karólínu.

Kaymer setur hvert metið á fætur öðru en skor hans á 1. keppnisdegi, 65 högg, var lægsta skor á Opna bandaríska og í gær endurtók hann leikinn og var aftur á 65 höggum.

Samtals er Kaymer því á 10 undir pari, 130 höggum (65 65) og á 6 högg á næsta keppanda.

Í 2. sæti er nýliðinn á PGA Tour Brendon Todd, á samtals 4 undir pari, 124 höggum (69 67) og þriðja sætinu deila Brandt Snedeker og Kevin Na, báðir á 3 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: