US Open 2014: Kaymer leiðir fyrir lokahringinn – ánægður þrátt fyrir töpuð högg!
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er búinn að leiða alla 3 keppnisdaga á Opna bandaríska og stóra spurningin er sú hvort honum takist að standa uppi sem sigurvegari í kvöld á Pinehurst nr. 2? Margir sækja að honum m.a. Rickie Fowler, en það stefnir allt í því að þetta verði besti árangur hans á risamóti til þessa en Fowler situr í 2. sæti ásamt tvöfalda hjartaþeganum Erik Compton, en báðir eru á 3 undir pari, hvor. Sjá eldri grein Golf 1 um Compton með því að SMELLA HÉR: Fjórða sætinu deila síðan Henrik Stenson og Dustin Johnson á samtals 2 undir pari, hvor, 6 höggum á eftir Kaymer. Kaymer setti met Lesa meira
US Open 2014: Elsti keppandinn með högg 3. hrings… glæsiörn!!! – Myndskeið
Kenny Perry, 53 ára er elsti keppandinn á Opna bandaríska 2014. Hann hefir lokið 3. hring og er á samtals 7 yfir pari, 217 höggum (74 69 74). Hann er sem stendur 42. sæti og ekkert að fara að vinna mótið, en hann átti þó högg 3. hrings á Opna bandaríska. Hann fékk nefnilega glæsiörn á par-4 14. holuna á Pinehurst 2. Til þess að sjá glæsiörn Kenny Perry SMELLIÐ HÉR:
US Open 2014: Martin Kaymer með ótrúlegan örn – Myndskeið
Martin Kaymer er nú búinn að ljúka leik á fyrri 9 á 3. hring á Opna bandaríska …. og er enn í forystu. Hann byrjaði hringinn þó ekki gæfulega: Fékk fyrst par, sem telst alveg ágætt á erfiðu móti sem Opna bandaríska, síðan kom hörmungarkafli: hann fékk skolla, svo aftur par en síðan 2. skollann. Nú voru farnar að renna tvær grímur á fólk: gat verið að þýski snillingurinn væri að glutra niður frábærri metforystu sem hann er búinn að ná í mótinu? Nei, aldeilis ekki! Kaymer tók sig saman og fékk ÖRN á par-5 5. holuna og tók aftur slöku byrjunina. Aftur kominn á 10 undir pari og 13 Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra lék 2. hring á 73 höggum!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tekur þátt í Open Generali de Dinard mótinu. Mótið fer fram í hitabylgjunni í Dinard Golf Club í Saint Briac Sur Mer, í Frakklandi. Valdís Þóra er samtals búin að spila á 8 yfir pari, 146 höggum (73 73) og er í 46.-52. sæti í mótinu. Á hringnum í dag fékk Valdís Þóra 3 fugla og 7 skolla. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Open Generali de Dinard mótinu SMELLIÐ HÉR:
GG: Björgvin Sigmundsson og Júlíus Magnús Sigurðsson sigruðu á Sjóaranum síkáta
Í dag, 14. júní 2014, fór fram á Húsatóftavelli Sjóarinn síkáti – Þorbjörn hf. mótið eða Sjóarinn síðbúni eins og gárungarnir í Grindavík kölluðu mótið, þar sem því var frestað vegna slæmskuveðurs. Í dag hins vegar tókst 80 kylfingum að ljúka mótinu 71 karl- og 9 kvenkylfingum. Af kvenkylfingunum stóð sig best Laufey Valgerður Oddsdóttir, GR en hún lék Húsatóftavöll á 86 höggum og var auk þess með flesta punkta af konunum 31 glæsipunkt!!! Önnur úrslit voru eftirfarandi: Á besta skori var Björgvin Sigmundsson GS 69 höggum Úrslit í punktakeppni með forgjöf: 1.sæti Júlíus Magnús Sigurðsson GG 39 punktar 2.sæti Guðmundur Hannesson GR 37 punktar 3.sæti Þórður Karlsson GS Lesa meira
GS: Heiður Björk og Íris Dögg sigruðu á Opna EGF!
Í dag, 14. júní 2014 fór fram á Hólmsvelli í Leiru Opna EGF kvennamótið. Það voru 56 kvenkylfingar sem luku leik í þessu glæsilega golfmóti. Keppnisform var almennt og veitt verðlaun fyrir besta skor og efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Á besta skori í móti var heimakonan Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, GS en hún lék Leiruna á 11 yfir pari, 83 höggum. Í punktakeppni með forgjöf sigraði önnur heimakona Íris Dögg Steinsdóttir, en hún var með 32 punkta (þar af 18 pkt. á seinni 9). Klúbbfélagi Írisar Daggar , Björk Guðjónsdóttir, varð í 2. sæti líka með 32 punkta (en aðeins 15 pkt. á seinni 9). Í 3. sæti varð Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Tinna efst í Borgarnesi e. 2. dag!
Tinna Jóhannsdóttir, GK, er í efsta sætinu í kvennaflokki á 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu í Borgarnesi. Tinna lék á 2 yfir pari í dag, 73 höggum og er því samtals á 5 yfir pari, 147 höggum (74 73). Á hæla Tinnu í 2. sæti er núverandi Íslandsmeistari í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR á samtals 6 undir pari 148 höggum (74 74). Í 3. sæti er Signý Arnórsdóttir, GK á samtals 8 yfir pari. Í 4.-6. sæti eru síðan 3 kylfingar: Berglind Björnsdóttir, GR og forystukonur 1. dags Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Karen Guðnadóttir, GS allar á 9 yfir pari. Sjá má heildarstöðuna eftir 2. dag Símamótsins í kvennaflokki hér Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Kristján Þór efstur á glæsilegum 68 e. 2. dag!!!
Kristján Þór Einarsson, GKJ, spilaði Hamarsvöll aftur í dag á glæsilegum 3 undir pari, 68 höggum!!!! Hann fékk 4 fugla og 1 skolla, sem er breyting frá því í gær þar sem hann fékk 5 fugla og 1 skramba. Hola Kristjáns Þórs á Hamarsvelli virðist vera par-3 16. eyjuholan, en hann er búinn að fá fugla á hana báða keppnisdaga! Samtals er því Kristján Þór búinn að spila á 6 undir pari, 136 höggum (68 68). Á hæla Kristján Þórs er Birgir Leifur Hafþórsson, GKG á samtals 5 undir pari 137 höggum (69 68) og í 3. sæti er klúbbfélagi hans, Aron Snær Júlíusson, GKG, á samtals 2 undir pari. Í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Berglind Rut Hilmarsdóttir – 14. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Berglind Rut Hilmarsdóttir. Berglind Rut er fædd 14. júní 1973 og á því 41 árs afmæli í dag!!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfings til þess að óska Berglindi til hamingju með daginn hér að neðan: Berglind Rut Hilmarsdóttir (41 árs – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Teruo Sugihara, 14. júní 1937 – d. 28. desember 2011. Japönsk golfgoðsögn; Catherine Rita Panton-Lewis, 14. júní 1955 (59 ára); Stéphanie Arricau, 14. júní 1973 (41 árs); Christine Song, 14. júní 1991 (23 ára) ….. og ….. Oddgeir Þór Gunnarsson (42 ára) Davíð Rúnar Dabbi Rún (43 ára) Raggi Rögg Guðjón Henning Hilmarsson (26 ára) Erlendur G Guðmundsson Elli (38 ára) Lesa meira
Kaymer: „Það er ekki auðvelt að spila með Bradley“
Í viðtali sem tekið var við Martin Kaymer eftir glæsilegan 2. hring hans á Opna bandaríska var hann spurður af einum blaðamanninum hvernig hann myndi lýsa rútínu Keegan Bradley áður en teighöggið er slegið. Hér má sjá rútínu Bradley SMELLIÐ HÉR: Kaymer var fáorður: „Hún er ólík öllu öðru.“ Þeir voru í sama ráshóp á 1. og 2. hring. Kaymer setti nýtt met á Opna bandaríska eftir 36 holur, var á 10 undir pari, 130 höggum, meðan Bradley er 8 höggum á eftir honum búinn að spila báða hringi sína á samtals 2 undir pari eða báða á 69 höggum. „Það er ekki auðvelt að spila með Keegan (Bradley): ég verð Lesa meira










