Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 14. 2014 | 21:30

US Open 2014: Martin Kaymer með ótrúlegan örn – Myndskeið

Martin Kaymer er nú búinn að ljúka leik á fyrri 9 á 3. hring á Opna bandaríska …. og er enn í forystu.

Hann byrjaði hringinn þó ekki gæfulega: Fékk fyrst par, sem telst alveg ágætt á erfiðu móti sem Opna bandaríska, síðan kom hörmungarkafli: hann fékk skolla, svo aftur par en síðan 2. skollann.

Nú voru farnar að renna tvær grímur á fólk: gat verið að þýski snillingurinn væri að glutra niður frábærri metforystu sem hann er búinn að ná í mótinu?

Nei, aldeilis ekki!

Kaymer tók sig saman og fékk ÖRN á par-5 5. holuna og tók aftur slöku byrjunina.  Aftur kominn á 10 undir pari og 13 holur eftir.

Hann lauk fyrri 9 með því að bæta enn einum skollanum við (á par-3 6. holuna) og er því á samtals 9 undir pari og hefir sem stendur 5 högga forystu á Brendon de Jonge frá Zimbabwe, Bandaríkjamanninn Kevin Na sem eru í 2. sæti á samtals 4 undir pari, hvor.

Hér má fylgjast með gengi Kaymer og hinna á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:

Hér má sjá frábæra örninn sem Kaymer fékk á 5. holu Pinehurst 2 SMELLIÐ HÉR: