Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Lokahringurinn á Símamótinu á Hamarsvelli hjá GB – 15. júní 2014 – Myndasería
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Annar sigur Sunnu á Eimskipsmótaröðinni í ár kom á 2. holu í bráðabana við Signýju Arnórs á Símamótinu
Sunna Víðisdóttir, GR, sigraði á 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, á Hamarsvelli í Borgarnesi. Sunna og stigameistari GSÍ 2013 í kvennaflokki, Signý Arnórsdóttir, GK, voru jafnar á 9 yfir pari eftir 54 spilaðar holur; Sunna (74 74 74) en Signý (77 73 72). Það varð því að koma til bráðabana. Signý og Sunna fengu báðar skolla á 1. braut Hamarsvallar sem var 1. hola bráðabanans. Á 2. holu bráðabanans fékk Signý aftur skolla en Sunna sigraði á pari. Þetta er 2. sigur Sunnu á Eimskipsmótaröðinni í ár en hún sigraði á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru. Í 3. sæti varð Berglind Björnsdóttir GR, á samtals 12 yfir pari, 225 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Birgir Leifur sigraði á Símamótinu
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sigraði á 3. mótinu á Eimskipsmótaröðinni, Símamótinu, sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Birgir Leifur lék lokahringinn á sléttu pari, 71 höggi. Samtals lék Birgir Leifur á 5 undir pari, 208 höggum (69 68 71). Birgir Leifur fékk 4 fugla og 4 skolla í dag. Kristján Þór Einarsson, GKJ, varð í 2. sæti á samtals 1 undir pari, 212 höggum (68 68 76). Í 3. sæti varð síðan Arnór Snær Júlíusson, GKG á samtals 3 yfir pari, 216 (70 70 76). Sjá má heildarúrslitin í karlaflokki á Símamótinu hér fyrir neðan: 1 Birgir Leifur Hafþórsson GKG -5 F 36 35 71 0 69 68 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Richie Ramsay —- 15. júní 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Richie Ramsay. Richie fæddist í Aberdeen í Skotlandi 15. júní 1983 og á því 31 árs afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2007. Richie er heiðursfélagi í Royal Aberdeen Golf Club. Hann útskrifaðist frá Stirling University í Skotlandi, árið 2007. Árið 2006 varð Richie fyrsti kylfingurinn á Bretlandseyjum til þess að sigra á US Amateur í næstum 100 ár. Richie hefir einnig á ferli sínum sem atvinnumanns í golfi sigrað tvívegis á Evrópumótaröðinni og 2 sinnum á Áskorendamótaröðinni. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret Ives Abbott, 15. júní 1878; Justin Leonard, 15. júní 1972 (42 ára); Matt McQuillan, (kanadískur kylfingur) 15. júní 1981 (33 Lesa meira
GN: Guðgeir Jónsson og Ingvi Jóhann Svavarsson sigruðu á Kríumóti GN og Sparisjóðsins
Í gær, 14. júní 2014, fór fram á Grænanesvelli á Neskaupsstað, Kríumót GN og Sparisjóðsins. Þátttakendur voru 38 þar af 5 kvenkylfingar. Af kvenkylfingunum stóð sig best heimakonan Ananya Rodpitak, en hún var á 98 höggum og með 39 punkta. Veitt voru verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppni með forgjöf. Á besta skori í mótinu var Guðgeir Jónsson, GV, 72 högg og sigurvegari punktakeppninnar var Ingvi Jóhann Svavarsson frá Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF) á 41 punkti. Í 2. sæti í punktakeppninni varð síðan heimamaðurinn Brynjar Örn Rúnarsson, GN á 40 punktum (23 pkt. á seinni 9) og í 3. sæti varð Agnar Logi Jónasson, GBE einnig á 40 Lesa meira
GKB: Árni Geir Ómarsson og Haraldur Þórðarson sigruðu í Stóra Texas Scramble mótinu
Í gær, 14. júní 2014, fór fram í Kiðjaberginu Stóra Texas Scramble mótið. Þáttakendur voru 75 lið þ.e. 150 kylfingar léku sér í veðurblíðunni í gær í Kiðjaberginu. Efstir í mótinu urðu eftirfarandi keppendur: 1. sæti Árni Geir Ómarsson og Haraldur Þórðarsson 61. högg nettó. 2. sæti Guðmundur Ingvi Einarsson og Kristinn Árnason 62. högg nettó. 3. sæti Ófeigur Tómas Hólmsteinsson og Magnús Halldór Karlsson 62. högg nettó. 4. sæti Vignir Þór Birgirsson og Jón Snorri Halldórsson 62. högg nettó. 5. sæti Hjörtu Leví Pétursson og Bergur Sverrisson 63. högg nettó. 6. sæti Hallur Dan Johansen og Kolbeinn Sigurþórsson 63 högg nettó. 7 sæti Guðbjörg Elín Ragnarsdóttir og Bragi Þorsteinn Bragason 64 högg nettó. Næst Lesa meira
GK: Davíð og Ólafur Örn Jónssynir sigruðu í Opna ZO-ON mótinu
Laugardaginn 14. júní 2014 fór Opna ZO-ON mótið fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Það voru 172 kylfingar sem luku keppni, þar af 22 kvenkylfingar og stóð Ingunn Einarsdóttir, GKG, sig best af þeim var á besta skorinu 73 höggum en Camilla Twingmark, GKJ, var með flesta punkta 39 pkt. Kylfingar fylltu annars glæsilegt mót, sem tókst mjög vel. Flott veður var og fín skor voru í allan gærdag. Það er óhætt að segja að Hvaleyrin hafi skartað sínu fegursta og tók vel á móti gestum sínum. Glæsileg verðlaun í boði og góður matur fylgdi að ógleymdum einum köldum Kalda bjór. ZO-ON og Sérmerkt buðu svo öllum kylfingum teiggjöf. Helstu úrslit voru Lesa meira
„Ég vakti til kl. 3 til að horfa á heimsmeistarakeppnina“
Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu er Najeti Hotels et Golf Open, sem fram fer í St. Omer golfklúbbnum í Lumbres, Frakklandi. Keppendur á mótinu eru margir hverjir miklir fótboltaáhugamenn, sem fylgjast grannt með gangi mála í Brasilíu og er m.a. búið að koma fyrir risasjónvarpstjaldi á golfvellinum, til þess að allir geti fylgst með. Viðtöl voru tekin við nokkra keppendur í mótinu (á laugardagsmorgni 14. júní 2014) og þeir spurðir hvaða lið þeir teldu að myndi standa uppi sem sigurvegari í heimsmeistarakeppninni. Marco Tullo (frá Chile) Hvernig fannst þér 1. leikur Chile (á móti Ástralíu)? Ég vakti til kl. 3 að til að horfa á leikinn. Það er ekki oft Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Lokahringurinn hafinn
Lokahringurinn hófst í morgun á 3. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, kl. 7:30. Fylgjast má með gengi keppenda með því að SMELLA HÉR:
GR: Opna Flugfélags Íslands mótið haldið sunnudaginn 22. júní á Korpu – Glæsileg verðlaun!
Opna Flugfélags Íslands mótið verður haldið á Korpúlfsstaðavelli sunnudaginn 22. júní. Sá hluti Korpúlfsstaðavallar sem leikinn verður er Áin/ Landið. Leikfyrikomulag mótsins er punktakeppni. Leikið er í tveimur flokkum. Flokki 0–8,4 og 8,5 og hærra. Hámarksforgjöf karla er gefin 24 og 28 hjá konum. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í hvorum flokki. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor. Að auki verða veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarsins. Ræst er út af öllum teigum samtímis kl.9:00. Mæting kl.8:00, í boði verður léttur morgunmatur. Skráning hefst mánudaginn 16. júní kl.9:00 á www.golf.is. Rástímar á www. golf.is eru einungis til að raða í holl. Mikilvægt er að Lesa meira










