Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 15. 2014 | 06:30

US Open 2014: Kaymer leiðir fyrir lokahringinn – ánægður þrátt fyrir töpuð högg!

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er búinn að leiða alla 3 keppnisdaga á Opna bandaríska og stóra spurningin er sú hvort honum takist að standa uppi sem sigurvegari í kvöld á Pinehurst nr. 2?

Margir sækja að honum m.a. Rickie Fowler, en það stefnir allt í því að þetta verði besti  árangur hans á risamóti til þessa en Fowler situr í 2. sæti ásamt tvöfalda hjartaþeganum Erik Compton, en báðir eru á 3 undir pari, hvor. Sjá eldri grein Golf 1 um Compton með því að SMELLA HÉR: 

Fjórða sætinu deila síðan Henrik Stenson og Dustin Johnson á samtals 2 undir pari, hvor, 6 höggum á eftir Kaymer.

Kaymer setti met eftir 36 holur var á lægsta skori sem nokkru sinni hefir náðst í Opna bandaríska 10 undir pari, 130 höggum (65 65).  Í gær lék hann á 2 yfir pari og er því nú á samtals 8 undir pari, 202 höggum (65 65 72).

Fowler og Compton, næstu keppinautar hans, eru 5 höggum á eftir.

Þrátt fyrir höggin 2 töpuðu er Kaymer ánægður.   Hann sagði m.a. á blaðamannafundi eftir hringinn að sér hefði fundist 3. hringurinn sinn ágætur og væri spenntur fyrir hvernig sér gengi á lokahringnum.  Forystan væri fljótt að dvína s.s. sæjist á fyrri 9 hjá honum, 3. daginn þar sem hann fékk 3 skolla. Ekkert myndi samt þýða fyrir hann að reyna að fara í vörn, það myndi hamla frelsi hans og sveiflu í leiknum og hefna sín. Sjá má brot af viðtali við Kaymer eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR: