US Open 2014: Kaymer leiðir fyrir lokahringinn – ánægður þrátt fyrir töpuð högg!
Þýski kylfingurinn Martin Kaymer er búinn að leiða alla 3 keppnisdaga á Opna bandaríska og stóra spurningin er sú hvort honum takist að standa uppi sem sigurvegari í kvöld á Pinehurst nr. 2?
Margir sækja að honum m.a. Rickie Fowler, en það stefnir allt í því að þetta verði besti árangur hans á risamóti til þessa en Fowler situr í 2. sæti ásamt tvöfalda hjartaþeganum Erik Compton, en báðir eru á 3 undir pari, hvor. Sjá eldri grein Golf 1 um Compton með því að SMELLA HÉR:
Fjórða sætinu deila síðan Henrik Stenson og Dustin Johnson á samtals 2 undir pari, hvor, 6 höggum á eftir Kaymer.
Kaymer setti met eftir 36 holur var á lægsta skori sem nokkru sinni hefir náðst í Opna bandaríska 10 undir pari, 130 höggum (65 65). Í gær lék hann á 2 yfir pari og er því nú á samtals 8 undir pari, 202 höggum (65 65 72).
Fowler og Compton, næstu keppinautar hans, eru 5 höggum á eftir.
Þrátt fyrir höggin 2 töpuðu er Kaymer ánægður. Hann sagði m.a. á blaðamannafundi eftir hringinn að sér hefði fundist 3. hringurinn sinn ágætur og væri spenntur fyrir hvernig sér gengi á lokahringnum. Forystan væri fljótt að dvína s.s. sæjist á fyrri 9 hjá honum, 3. daginn þar sem hann fékk 3 skolla. Ekkert myndi samt þýða fyrir hann að reyna að fara í vörn, það myndi hamla frelsi hans og sveiflu í leiknum og hefna sín. Sjá má brot af viðtali við Kaymer eftir 3. hring með því að SMELLA HÉR:
Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Opna bandaríska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024