Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 20:00

Jason Dufner að hugsa um að hætta

Jason Dufner er aðeins 37 ára en hann er samt að hugsa um að hætta í keppnisgolfi. „Ég er ekki einn af þessum gæjum sem spila á öldungamótaröð. Það er ekki fyrir mig,“ sagði Dufner í viðtali við SB Nation. „Ég á kannski svona 5 ár eftir og þá fer ég að gera eitthvað annað.“ Ef Dufner hættir 42 ára þá er hann einn meðal fjölmargra sem hættu í keppnisgolfinu; ekki vegna þess að þeir væru meiddir og gætu ekki lengur keppt heldur af eiginn vilja. Golf Digest hefir tekið saman lista nokkurra kylfinga sem hættu í golfi snemma af eiginn vilja. Skólabókardæmi um það er Bobby Jones.  Hann hætti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 19:00

Heimslistinn: Rose upp í 8. sæti

Vegna sigurs síns á Quicken Loans fer Justin Rose upp í 8. sæti heimslistans úr 10. sætinu. Í árslok 2013 var Rose þó í 4. sæti heimslistans, þannig að hann verður að taka sig á ætli hann sér fyrri stöðu á listanum. Staða efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi: 1. Adam Scott, Ástralía, 9,16 stig 2. Henrik Stenson, Svíþjóð, 8,12 stig 3. Bubba Watson, Bandaríkin, 7,16 stig 4. Matt Kuchar Bandaríkin, 6,92 stig 5. Tiger Woods Bandaríkin, 6,71 stig 6. Jason Day, Ástralía, 6,66 stig 7. Rory McIlroy, Norður-Írland,  6,60 stig 8. Justin Rose, England, 6,54 stig 9. Sergio Garcia, Spánn, 6,33 stig 10. Jordan Spieth Bandaríkin,  5,92 stig.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir.  Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 52 ára afmæli í dag!  Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi.   Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (52 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (29 ára);  Jade Schaeffer, 1. júlí 1986  (28 ára) ….. og ….. Classic Sportbar Lipurtá Snyrtistofa (27 ára) Bluessamband Reykjavíkur (29 ára) Júlíana Kristný Sigurðardóttir (16 ára) Sportstöðin Selfossi Glingur Net Hljómsveitin Allt Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 14:00

Caroline tapaði fyrir Zahlavovu í gær og færist undan að tala um Rory

Caroline Wozniacki komst  áfram aðra vikuna á Wimledon, en þó ekki lengra.  Þetta er þó það lengsta sem hún hefir náð á Wimbledon frá árinu 2011. Hún sigraði hina 16 ára Konjuh 6-3, 6-0 í þriðju umferð á föstudaginn en tapaði síðan fyrir Barböru Zahlavovu Strycovu í gær, en Barbara þessi var áður búin að vinna Li Na frá Kína. Eftir sigurinn gegn Konjuh sagði Caroline að velgengni hennar á tennisvellinum hefði ekkert með sambandsslitin við Rory að gera. „Ég er bara að spila vel. Ég nýt þess að spila á grasi.  Á síðasta ári var ég óheppnin að renna til á grasinu og meiða mig.  Ég gat ekki spilað í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 11:30

Sergio Garcia kemur kylfingum á Bethpage Black á óvart – Myndskeið

Sergio Garcia og TaylorMade komu kylfingum á Bethpage Black golfvellinum í New York á óvart um daginn, þegar þegar komu færandi hendi á æfingasvæðið og gáfu mönnum sem þar voru nýja TaylorMade SLDR drævera. Menn fengu líka að fylgjast með Garcia æfa sig. En þetta var ekki allt. Markmiðið var líka að láta kylfingana fá á tilfinninguna hvernig væri að vera eins og atvinnumaður á 1. teig með fréttamenn yfir sér að taka myndir og viðtöl og áhorfendur að fylgjast með – flestir voru á einu máli að það væri stressandi! Sjá má myndskeiðið með Sergio Garcia og félögum í TaylorMade með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 09:30

Cabrera-Bello, Larrazabal og Lowry spila á Opna breska

Nöfnum Rafael Cabrera-Bello, Pablo Larrazabal og  Shane Lowry hefir verið bætt í þátttakendalistann á Opna breska, sem fram fer nú um miðjan mánuðinn 17.-20. júlí. Þeir komast þangað vegna þess að þeir eru meðal efstu 20 peningalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai, eftir góða frammistöðu á BMW International Open í Köln, Þýskalandi síðustu helgi. Cabrera-Bello tapaði í bráðabana við Fabrizio Zanotti frá Paraguay; en fær í sárabætur að taka nú  í 3, skipti þátt í Opna breska rismótinu. Þetta er 5. skiptið sem Larrazabal tekur þátt í Opna breska og 3. skiptið sem Lowry tekur þátt. Skv. AP munu þeir Erik Compton,aBrooks Koepka, K.J. Choi, Charles Howell III og Fredrik Jacobson líka hljóta þátttökurétt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 07:00

GO: Guðjón Reyr og Pétur sigruðu í Golfstöðvar Open 2014

Golfstöðvar Open mótið  fór fram 2014, nú á laugardaginn 28. júní. Þátttakendur í mótinu voru 110 lið þ.e. 220 kylfingar, sem kepptust m.a um að fara holu í höggi á 13. en í verðlaun fyrir það afrek var Yaris bifreið. Engum tókst að fara holu í höggi, en sá sem var næstur holu, Sigurður Kristjánsson, sem var 86 cm frá holu fær í sárabót gjafabréf frá Urriðavelli. Á heimasíðu GO má annars sjá úrslitin í mótinu, en þar segir eftirfarandi: „Það var frábær þátttaka eins og áður í opnum texas mótum á Urriðavelli og góð skor sáust víða á vellinum sem og góð högg. Engin var þó það höggviss á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 21:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður nýr greinarflokkur hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 54 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF).  Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 Lesa má um þann afmæliskylfing með því að SMELLA HÉR:; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (29 ára) …. og ….. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 17:00

Guðrún Brá er efst á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar – Ragnhildur með flesta titla

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir að Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, lauk í gær á Hvaleyrarvelli. Það er mjög jöfn keppni hjá fjórum efstu kylfingunum og munar ekki mörgum stigum á fyrstu fjórum sætunum. Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni á sunnudaginn í fyrsta sinn á ferlinum, er í 11. sæti á listanum. Guðrún Brá varð önnur á fyrstu tveimur mótum tímabilsins, Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu. Hún varð sjötta á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi og þriðja á Íslandsmótinu í holukeppni. Signý Arnórsdóttir úr GK, sem hefur fagnað stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki undanfarin Lesa meira