Elsti þátttakandi í The Masters deyr 103 ára
Samuel Henry „Errie“ Ball, sem spilaði í 1. Masters risamótinu dó í gær, 2. júlí 2014. Ball var 103 ára. Dóttir Ball, Leslie Adams Gogarty, segir að faðir hennar hafi dáið í Martin Hospital South í Stuart, Florida. Ball var síðast framkvæmdastjóri Willoughby golfklúbbsins í Stuart. Hann var félagi í PGA of America í 83 ár, sem samtökin segja að sé aðildarmet. Ball var vígður félagi í frægðarhöll kylfinga 2011. Ball fæddist í Wales og er einn í langri röð kylfinga í ætt hans, en hann lærði golf af föður sínum. „Golfleikurinn var stór hluti af lífi hans,“ sagði Gogarty. Ball spilaði á fyrsta Augusta National Invitation Tournament árið 1934, sem síðar Lesa meira
GR: Úrslit úr Slaufumóti GR-kvenna
Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi úrslitafrétt frá kvennanefnd GR úr Slaufumóti þeirra: „Það blés hressilega um okkar konur þegar júlímót GR kvenna fór fram á Korpunni í einu versta veðri sumarsins. Leikið var Sjórinn og Áin og höfðu konur á orði að öll veður hefðu geysað á hringnum. Einhverjar óttuðust það að sökkva í iður jarðar svo blautur var völlurinn, aðrar veiddu bolta sína úr hyldjúpum bönkerum sem voru eins og sundlaugar og svo voru sumar við það að kafna út hita. Segja má að þetta sé íslenskt sumar í hnotskurn en GR konur láta það ekki á sig fá, þær fylltu völlinn og fjölmenntu líka á verðlaunaafhendingu í Lesa meira
Rickie Fowler í bílslysi
Skv. Golf Channel lenti bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler í bílslysi seint á þriðjudagskvöldið nálægt heimili sínu í Jupiter, Flórida. Fowler tvítaði kl. 23:30 þriðjudagskvöldið að hann og vinur hans væru „í lagi“ eftir að hafa lent í bílslysinu. Fowler var ökumaður en vinur hans farþegi. Þeim var ekið í JFK Medical Center þar sem Fowler var meðhöndlaður við minniháttar skurðum og mari á enni. Vinunum var leyft að fara aðfararnótt miðvikudags. Fowler hlaut enga sekt. Vonandi að virkilega sé í lagi með hann og slysið hafi ekki áhrif á golfið hans, en Fowler er ekki með í Greenbrier Classic móti vikunnar á PGA Tour, sem hefst í kvöld!
GVS: Styrktarmót fyrir A-sveitina í sveitakeppni GSÍ 5. júlí n.k.
Opið styrktarmót verður haldið laugardaginn 5 júlí fyrir A-sveit GVS í sveitakeppni GSI Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu 3 sætin í punktakeppni og 3 verðlaun án forgjafar, eins verða veitt verðlaun fyrir 7. og 12. sætið í punktakeppninni. Næstur holu á 3/12 og 8/17 og næstur holu í 2 höggi á 9/18 . Það kostar aðeins 2,500 krónur í mótið. Eins verður boðið upp á púttkeppni sem fólk getur tekið þátt í fyrir eða eftir leik eða bara tekið þátt í púttkeppninni, þitt er valið. Það kostar aðeins 300 krónur og eru veitt verðlaun fyrir besta skor. Vonandi koma sem flestir og styðja við bakið á sveit GVS!!!
Evrópumótaröðin: Opna franska hefst í dag – Fylgist með skori keppenda!
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Opna franska eða m.ö.o. Alstom Open de France. Leikið er á Le Golf National í París, Frakklandi. Hér má fylgjast með skori keppenda SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Gunnar Þór. Mynd: Golf 1. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brandel Chamblee, 2. júlí 1962 (52 ára) Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (26 ára – áströlsk – á LET) Lesa meira
Evróputúrinn: Martin Kaymer kylfingur júnímánuðar
Martin Kaymer hefir verið útnefndurThe Race to Dubai European Tour kyflingur júní mánaðar eftir að verða 4. kylfingurinn frá Evrópu á síðustu 5 árum til þess að sigra á Opna bandaríska risamótinu. Kaymer fylgir þar með í fótspor Ryder Cup félaga sinna Graeme McDowell, Rory McIlroy og Justin Rose. Kaymer hlaut ágrafin verðlaunadisk og risaflösku af Moët & Chandon kamapvíni var á glæsiskori á Pinehurst nr. 2, þar sem mótið fór fram, átti tvo hringi upp á 65 og síðan seinni tvo á 72 og 69 og átti 8 högg á þann sem næstur kom. Hann varð einnig sá 6. í allri sögu Opna bandaríska til þess að leiða á öllum 4 mótsdögunum. Lesa meira
BYKO liðið bar sigur úr býtum í Sólstöðu afmælismóti FKA – Myndasería
Föstudaginn 27. júní s.l. fór fram Sólstöðu afmælismót FKA (félags kvenna í atvinnulífinu) og kvennadeildar GKG í blíðskaparveðri, á Leirdalsvelli í Kópavogi. Fyrirtæki gátu keypt sínar brautir og teflt fram sínu liði, en keppt var með fjögurra manna Texas fyrirkomulagi. Að lokum fór svo að Byko liðið bar sigur úr býtum á 58 höggum nettó. Í öðru sæti var lið Advanía á 59 höggum nettó og lið Íslandsbanka í 3. sæti á 60 höggum nettó. Í fjórða sæti endaði svo lið Abacus/Golfleikjaskólinn á 62 höggum nettó en þær voru jafnar Happy Campers liðinu en voru með betri árangur á seinni níu holunum. Sjá má myndir frá Sólstöðu afmælismóti FKA með því Lesa meira
Þórður Rafn sigraði í móti á Jamega Tour
Þórður Rafn Gissurarson, GR, sigraði á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Jamega Pro Golf Tour á Englandi. Mótið fór fram s.l. helgi á Calcot Park og voru þátttakendur 74. Mótið var 36 holu. Þórður Rafn lék á samtals 5 undir pari 135 höggum. (67 68) og átti 1 högg á Bretann Simon Griffiths og Englendinginn Craig Hinton, sem báðir voru á 4 undir pari, hvor. Í sigurlaun hlaut Þórður Rafn 4000 pund (þ.e. uþb. 770.000,- íslenskar krónur). Glæsilegur árangur þetta hjá Þórði Rafni!!! Til þess að sjá lokastöðuna á mótinu á Calcot Park 30. júní sl. á Jamega Tour SMELLIÐ HÉR:
GK: Undirbúningur fyrir holukeppnismót
Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er að öllu jöfnu í óaðfinnanlegu ástandi og svo var einnig á nýloknu Íslandsmóti í holukeppni. En til þess að svo sé, þ.e. að völlurinn sé jafn vel hirtur og fallegur og raun ber vitni þá leggur fjöldi vallarstarfsmanna Keilis hönd á plóginn hvern einasta dag. Hér er frásögn af keili.is af því hvað vallarstarfsmenn þurfa að gera á einum mótsdegi Íslandsmótsins í holukeppni: „Það er margt sem gerist á Hvaleyrarvelli áður en keppendur í landsmóti í holukeppni hefja leik kl 07:30. Það sem gerir þetta mót sérstakt er að leikur hefst samtímis á 1. og 10. teig. Undir slíkum kringumstæðum þurfa vallarstarfsmenn að hefja slátt frá Lesa meira










