Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 09:30

Cabrera-Bello, Larrazabal og Lowry spila á Opna breska

Nöfnum Rafael Cabrera-Bello, Pablo Larrazabal og  Shane Lowry hefir verið bætt í þátttakendalistann á Opna breska, sem fram fer nú um miðjan mánuðinn 17.-20. júlí.

Þeir komast þangað vegna þess að þeir eru meðal efstu 20 peningalista Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai, eftir góða frammistöðu á BMW International Open í Köln, Þýskalandi síðustu helgi.

Cabrera-Bello tapaði í bráðabana við Fabrizio Zanotti frá Paraguay; en fær í sárabætur að taka nú  í 3, skipti þátt í Opna breska rismótinu.

Þetta er 5. skiptið sem Larrazabal tekur þátt í Opna breska og 3. skiptið sem Lowry tekur þátt.

Skv. AP munu þeir Erik Compton,aBrooks Koepka, K.J. Choi, Charles Howell III og Fredrik Jacobson líka hljóta þátttökurétt á Opna breska og verður væntanlega bætt við þátttakendur.

Þeir sem eru meðal efstu 4 á Greenbrier Classic (PGA Tour) og Opna franska (Evrópumótaröðin) og hafa ekki þegar hlotið þátttökurétt á Opna breska verða þeir síðustu sem hljóta þar verða meðal þátttakenda.